fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Pressan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítill og hræódýr rafbíll sem framleiddur er í Kína virðist vera að hrista verulega upp í hinum alþjóðlega bílamarkaði. Bíllinn sem um ræðir heitir Seagull (Í. Máfurinn) og er framleiddur af kínverska fyrirtækinu BYD.

Það er kannski ekki bíllinn sem slíkur sem vekur ótta hjá samkeppnisaðilum, til dæmis í Bandaríkjunum, heldur er það verðið sem aðrir framleiðendur geta illa keppt við.

Nýr bíll kostar 12.000 dollara, tæplega 1,7 milljónir króna, og er bíllinn sagður ágætur til síns brúks með drægni upp á allt að 400 kílómetra. Einnig er hægt að fá ódýrari týpu með minni drægni og kostar nýr slíkur bíll um 10.000 dollara, 1,4 milljónir króna.

Í umfjöllun AP er bent á að sambærilegir bílar í Bandaríkjunum kosti allt að þrisvar sinnum meira og hefur þetta þegar valdið titringi í Bandaríkjunum.

Búist er við því að bandarísk yfirvöld setji jafnvel strax í dag ofurtoll á rafbíla sem fluttir eru til landsins frá Kína til að vernda bandarískan iðnað. Mun þetta væntanlega gera það að verkum að Seagull-bílarnir koma ekki til Bandaríkjanna strax að minnsta kosti.

„Þau fyrirtæki sem veita þeim (BYD) ekki athygli sem verðugur samkeppnisaðili mun verða undir í samkeppninni,“ segir Sam Fiorani, varaforseti AutoForecast Solutions. Sam telur að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær BYD kemst inn á bandarískan markað.

Hagsmunasamtökin Alliance for American Manufacturing hafa gengið svo langt að segja að kínverskir rafbílar geti gengið að bandarískum bílaiðnaði dauðum. Þeir sem starfa í bílaiðnaði hafa einnig áhyggjur og sagði Elon Musk, stofnandi Tesla, fyrr á þessu ári að kínverskir rafbílar væru það góðir að án viðskiptahindrana muni þeir slátra samkeppninni við nær alla aðra bílaframleiðendur í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi