Fjallið hefur ekki gosið í 760.000 ár, að minnsta kosti ekki svo vísindamenn viti. En þessi staðreynd er ekki til þess fallin að slá á áhyggjur eldfjallafræðinga að sögn Daily Star sem segir að nýlega hafi vísindamenn tekið eftir því að lækir og hverir hafi komið fram á svæðinu við eldfjallið en það er oft merki um að jarðhitinn sé að aukast og til eldgoss geti komið.
Í nýjum heimildaþætti Science Channel „Secrets of the Underground“ segir vísindamaðurinn Rob Nelson að það séu stöðug merki um hugsanlega eldfjallavirkni. „Það eru vísbendingar um yfirvofandi eldgos í þessum dal þar sem næst stærsta sprengigos sögunnar í Norður-Ameríku átti sér stað,“ sagði hann.
Hann sagði einnig að ólíklegt sé að gos á stærð við það sem varð fyrir 760.000 árum eigi sér stað en samt sem áður geti gos í eldfjallinu ógnað milljónum manna sem búa á nærliggjandi svæðum.