fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Pressan
Sunnudaginn 14. apríl 2024 13:30

Svona lítur þetta út hjá Kínverjunum. Mynd:Joseph Wen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlunum Reddit og X hefur gervihnattarmynd einni mikið verið deilt að undanförnu. Við fyrstu sýn virðist hún ekki ýkja merkileg en á henni sjást vegir og byggingar í eyðimörk. En ef myndin er borin saman við gervihnattarmyndir frá Taívan þá sést vel af hverju hún er svona áhugaverð.

Það sem sést á myndinni er eftirlíking af taívönsku forsetahöllinni og nærliggjandi vegum. Þessi eftirlíking var reist á æfingasvæði kínverska hersins í Innri Mongólíu.

Margir spyrja sig hvort þetta sé merki um að Xi Jinping, forseti Kína, sé nú að leggja lokahönd á undirbúning innrásar í Taívan?

Kínverskir ráðamenn fara ekki leynt með þann vilja sinn að leggja Taívan undir sig en lýðræðisríkið er þeim mikill þyrnir í augum og allt tal um sjálfstæði þess fer illa í kínverska ráðamenn. Stefna kínversku ríkisstjórnarinnar er alveg skýr: Taívan er „heilagur hluti“ af Kína og sameining Taívan og meginlands Kína er óumflýjanleg. Xi Jinping tók þetta skýrt fram í nýársávarpi sínu til kínversku þjóðarinnar.

William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, segir þetta ekki aðeins vera tóm orð og hótanir, hér búi alvara að baki. Fyrir um ári síðan sagði hann að Xi Jinping hafi sett sér það markmið að kínverski herinn verði fær um að ráðast á Taívan 2027 og ná eyríkinu á sitt vald. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir þetta og sagði þetta vera raunhæft mat hjá Burns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann