Flugfarþegi segist hafa verið yfirmáta hneykslaður yfir pari í sama flugi og hann. Flea er efnishöfundur búsettur í New York og með tæplega 58 þúsund fylgjendur á X, en þar setti hann inn umræðu um atvikið.
Segir Flea parið hafa legið í sinni sætaröð allt flugið sem tók fjórar klukkustundir, „berfætt í skeiðarstellingunni.“ Spyr Flea fylgjendur sína hvort þetta sé við hæfi í flugi.
„Trúði þessu ekki, svona var útsýni mitt allt fjögurra tíma flugið.“
Can’t believe my view on the plane
It was like this the whole 4 hour flight. 😆😆 pic.twitter.com/ruz39rLzDm— FLEA 🇭🇹 (@babyibeenajoint) April 5, 2024
Eins og sjá má á myndum er parið með fæturna fram í ganginn, konan setur fæturna upp á borðin og einnig grípur hún í sætið fyrir framan sig til að koma sér fyrir.
Í athugasemdum lýsir fólk almennt yfir vanþóknun sinni á hegðun parsins og margir spyrja af hverju flugþjónarnir hafi ekki gert athugasemdir við þessa hegðun. Aðrir benda á að þetta háttalag geti ekki talist öruggt.
„Þau verða hætt saman eftir tvo mánuði,“ skrifaði einn maður. „Ég hataði svona pör í menntaskóla, hangandi á göngunum og fyrir manni,“ skrifaði annar.