fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Segja að merki um krabbamein geti sést mörgum árum áður en einkenni gera vart við sig

Pressan
Sunnudaginn 7. apríl 2024 11:30

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Cambridge háskólann eru nú að skoða hluti sem geta leitt til þess að hægt verður að meðhöndla krabbamein með nýjum „róttækum“ aðferðum.

Meðal þess sem þeir vinna að er þróun prófs sem vonast er til að geti greint frumubreytingar á byrjunarstigi. Það myndi veita læknum lengri tíma til að bjóða sjúklingum upp á meðferð.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að það séu vísindamenn við Early Cancer Institute sem vinna að þessu og vonist til að geta greint frumubreytingar mörgum árum áður en þær þróast yfir í æxli.

Þetta verkefni ef afrakstur rannsóknar sem bendir til að margir þrói með sér frumstig krabbameins sem liggur síðan í dvala um langa hríð. The Guardian hefur eftir Rebecca Fitzgerald, prófessor og forstjóra Early Cancer Institute, að krabbamein geti legið í dvala árum saman, stundum jafnvel í einn eða tvo áratugi.

„Þá komast læknar að því að þeir eru að berjast við æxli sem er búið að dreifa úr sér um líkama sjúklingsins á þessum tímapunkti. Við þurfum að finna aðra aðferð, þar sem við getum fundið fólk, sem á á hættu að fá krabbamein, snemma með prófum sem er hægt að nota á fjölda fólks,“ sagði Fitzgerald.

Vísindamenn vonast til að ef hægt verður að sjá þróunina í frumunum snemma, verði hægt að stöðva eða halda aftur af frekari þróun þess og þá hafi læknar möguleika á að grípa fyrr inn í, áður en krabbameinið breiðist út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður