fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Það er ólöglegt að halda framhjá í New York – Nú eru breytingar í bígerð

Pressan
Föstudaginn 5. apríl 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur í hyggju að halda framhjá maka þínum í New York ríki í Bandaríkjunum þá er líklega betra að kynna sér lög og reglur ríkisins fyrst. Allt frá 1907 hefur framhjáhald verið ólöglegt í ríkinu og liggur allt að þriggja mánaða fangelsi við brotum á þessum lögum.

En nú verður hugsanlega breyting þar á að sögn NBC News sem segir að Charles Lavine, þingmaður á ríkisþinginu, hafi lagt fram frumvarp um breytingu á þessum gömlu lögum sem þykja nú ekki vera í takt við tímann.

Í samtali við NBC News sagði hann að lögin séu algjörlega úr takti við tímann, við höfum náð langt síðan kynlíf fullorðins fólks, sem sé því samþykkt, hafi verið talið rangt út frá siðferðilegu sjónarmiði.

Nokkrum vikum eftir að lögin voru sett árið 1907 var fyrsta parið staðið að verki. Það voru 25 ára kona og kvæntur maður sem voru handtekin eftir að eiginkona mannsins sótti um skilnað. The Independent skýrir frá þessu.

New York er ekki eina ríkið þar sem refsing liggur við framhjáhaldi því samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun The Week þá var framhjáhald ólöglegt í 21 ríki árið 2018. Í flestum er það þó flokkað sem minniháttar afbrot.

Lögin í New York voru sett í þeirri von að hægt yrði að koma í veg fyrir hjónaskilnaði.

Mjög sjaldgæft er að mál séu rekin vegna brots á lögunum en Sky News segir að frá 1972 hafi 12 manns verið ákærð fyrir brot á þeim og í fimm af málunum hafi dómur verið kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad