Lík Melissa fannst síðar nærri brú einni. Hún hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og síðan kyrkt. Lögreglunni miðaði ekkert við rannsókn málsins og að lokum hætti hún henni en málinu var þó ekki lokað alveg.
Um aldamótin var aftur hafist handa við rannsókn þess og tókst þá að þrengja hringinn um morðingjann með því að gera DNA-prófíl af honum og með því að nota ættfræðirannsóknir. Þetta var hægt vegna eins blóðdropa, sem fannst á nærfatnaði Melissa, úr morðingjanum.
Niðurstaða DNA-rannsóknarinnar var sett inn á erfðafræðigagnagrunninn GEDmatch en hann getur fólk notað þegar það leitar ættingja sinna. Sérfræðingur bjó til ættartré út frá þeim prófílum sem líktust prófíl morðingjans. Að lokum leiddi þetta lögregluna að manni að nafni Alan Dean.
2019 bað lögreglan hann um að láta lífsýni í té til að hægt væri að gera DNA-rannsókn en hann neitaði því. Í kjölfarið fylgdust óeinkennisklæddir lögreglumenn með honum og að lokum bar það árangur þegar einn þeirra sá hann henda sígarettustubbi frá sér. Stubburinn var tekinn í vörslu lögreglunnar og DNA-rannsókn á honum sýndi að Dean var maðurinn sem myrti Melissa.
Dena var handtekinn 2020 en lengi vel var ekki ljóst hvort hægt yrði að draga hann fyrir dóm vegna andlegs ástands hans. Hann hafði dvalið á geðsjúkrahúsi í tvö ár.
Á síðasta ári kvað dómari upp þann úrskurð að hann væri hæfur til að mæta fyrir dóm.
Fyrir dómi kom fram að Dean hafði verið í samband við Melissa í gegnum símaþjónustu þar sem fólk gat rætt saman án þess að gefa upp nafn.
Verjendur hans héldu því fram að vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrri 1993 gæti hann ekki hafa flutt lík Melissa á milli staða og losað sig við það við brúna. Þeir héldu því einnig fram að DNA-tæknin sé „vísindi í þróun“ og „ekki fullkomin“.
En málflutningur þeirra hlaut ekki náð fyrir eyrum kviðdómenda sem fundu Dean sekan um morðið.
Dómari mun tilkynna um refsingu hans þann 24. apríl næstkomandi.