fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Pressan

Ný hrollvekja svo ógnvekjandi að fólk kastar upp í kvikmyndahúsum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr sálfræðilegur spennutryllir Immaculate með leikkonunni Sydney Sweeney í aðalhlutverki mun vera svo hræðilegur að áhorfendur bókstaflega æla í sæti sínu.

Hryllingsmyndin sem er með trúarlegu ívafi kom í kvikmyndahús í mars og segja sumir áhorfenda mörg atriði myndarinnar svo hræðileg að þeir fengu illt í magann, en myndin og blóðug atriði hennar hafa valdið miklu uppnámi á samfélagsmiðlum hjá þeim sem fylltust óhug yfir myndinni. Aðrir segja myndina þá bestu sem þeir hafa séð.

„Bókstaflega kastaði upp í bíó við að horfa á Immaculate… ég ætla aldrei aftur að horfa á þessa mynd,“ skrifar einn áhorfandi.

„Í lokasenu Immaculate er ég nokkuð viss um að stelpa á fremstu röðum sýningarinnar kastaði upp,“ skrifar annar. „Í bíó að horfa á Immaculate og hjónin fyrir framan okkur byrjuðu að kasta upp,“ segir þriðji.

„Ekki horfa á Immaculate,“ varaði annar maður við. „Ég þurfti að yfirgefa sýninguna nokkrum sinnum.“

Myndin fjallar um Ceciliu ameríska nunnu „sem leggur af stað í nýtt ferðalag þegar hún gengur til liðs við afskekkt klaustur í ítölsku sveitinni. Hins vegar breytist hlýtt viðmót hennar fljótt í lifandi martröð þegar hún uppgötvar að hið nýja heimili hennar geymir óhugnanlegt leyndarmál og ólýsanlegan hrylling,“ segir í lýsingu myndarinnar. 

Hlutirnir verða bara flóknari þegar Cecilia kemst að því að hún er ólétt þrátt fyrir að hafa aldrei stundað kynlíf. Hún fer í villt ferðalag til að afhjúpa hvernig hún varð þunguð, sem endar með blóðbaði.

Auk Sydney leika þau Alvaro Morte, Benedetta Porcaroli, Dora Ramano, Giorgio Colangeli og Simona Tabasco. Myndin hefur þegar þénað 13 milljónir dala í miðasölunni, þrátt fyrir að hafa fengið misjöfn viðbrögð jafnt áhorfenda sem gagnrýnenda.

Einn gagnrýnandi á Rotten Tomatoes segir: „Algjörlega ógnvekjandi og frumleg hryllingsmynd með ógnvekjandi endi, leidd af villtum og rafmögnuðum leik frá Sydney Sweeney.“

Auk þess hafa margir trúræknir kristnir menn gagnrýnt myndina. Einn reiður áhorfandi lýsti henni sem „djöfullegum, helgispjallandi, hreinni illsku og gróflega móðgandi“ á X, á meðan annar sagði myndina vera„guðlast, satanísk, femínista, fylgjandi fóstureyðingum, mynd sem niðraði kristna menn.“

Framleiðsluteymi myndarinnar lætur gagnrýnisraddirnar lítið á sig fá og hefur meira að segja notað hluta af neikvæðustu gagnrýninni í markaðssetningu með því að setja viðbjóðslegar athugasemdir á stuttermaboli og kvikmyndaplaköt og deila á netinu.

Lokahluti myndarinnar hefur vakið mesta athygli þar sem Cecilia myrðir marga á hrottalegan hátt á meðan hún er í fæðingu og rennblaut í blóði.

Sweeney segir í viðtali við Variety að hún hafi verið staðráðin í að reyna á þolmörk sín og hún hafi ekki einu sinni æft það.

„Ég elska að finna eitthvað nýtt, að ýta á mörk þess sem fólk býst við að sjá frá mér, Ég vildi að ég hefði formúlulegt svar við því hvernig ég gerði það. En alltaf þegar leikstjóri kallar taka er það bara eins og að kveikja á rofa. Og ég leyfi öllum hugsunum og tilfinningum Sydney að hverfa. Og ég er núna hvaða karakter sem ég er að leika – ég er Cecilia í augnablikinu. Mér líkar ekki við að æfa, ég er ekki að skipuleggja hvað er að fara að gerast. Það sem þú sást (á síðustu augnablikum myndarinnar) var fyrsta takan. Okkur langar að búa til eitthvað gott, en það er gaman að hafa persónur sem geta farið á svo öfgakennda, fáránlega staði og fólk efast ekki um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Í gær

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Í gær

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún datt niður stigann – Ekki var allt sem sýndist

Hún datt niður stigann – Ekki var allt sem sýndist