Til eru óteljandi hreinsiefni sem hægt er að fá úti í búð og eru þau jafn misjöfn og þau eru mörg.
En það er ekki nauðsynlegt að borga fúlgur fjár fyrir hreinsiefni þegar réttu efnin eru oftar en ekki til í eldhúsum margra heimila.
Gott og gagnlegt ráð er að blanda saman matarsóda, ediki og sítrónusafa. Fyrst er ediki hellt í um það bil eitt glas af vatni áður en tveimur matskeiðum af matarsóda er hrært út í.
Því næst er safi úr sem nemur einni sítrónu settur út í. Því næst er blöndunni hellt í klósettskálina og látin standa í um 30 mínútur. Skrúbbið svo skálina með klósettbursta og postulínið verður eins og nýtt.