Linda og sonur hennar, Magnus, náðu í blöðruna og sáu að á henni voru skilaboð þess efnis að finnandinn ætti að hringja í símanúmer sem gefið var upp. Ef sá hinn sami gerði það biðu hans verðlaun.
Linda ákvað að hringja í númerið og kom það henni á óvart þegar írsk kona svaraði í símann – og þess er getið í frétt Southernstar að írska konan hafi ekki síður verið hissa þegar Linda hringdi.
Í ljós kom að írska konan starfar hjá bæjaryfirvöldum í Dunmanway og hefur hún það hlutverk að koma bænum á kortið og laða að ferðamenn. Var þessari tilteknu blöðru sleppt á góðgerðarsamkomu síðasta haust og bjuggust sennilega fáir við því að hún myndi enda hjá norskri fjölskyldu í 2.500 kílómetra fjarlægð.
Verðlaunin sem búið var að lofa voru heldur ekki af verri endanum. Linda, Magnus og öll fjölskyldan, samtals fimm manns, fá tólf daga ævintýraferð til Írlands þar sem þeim ýmislegt skemmtilegt bíður þeirra.