Live Science skýrir frá þessu og segir nýja tungláætlun Kínverja sé á vegum geimferðastofnunar ríkisins og aðalmarkmiðið með henni sé að senda menn til tunglsins fyrir 2030.
Nýju eldflaugarnar verða endurnýtanlegar, ólíkt því sem núverandi eldflaugar eru. Þetta þýðir að þær eru umhverfisvænni og ódýrari í rekstri því ekki þarf að smíða nýja eldflaug frá grunni fyrir hvert geimskot.
Önnur tegundin verðu 4 metrar í þvermál en hinn 5 metrar. Sú stærri er hugsanlega ný útgáfa af Long March 10 eldflaug Kínverja sem getur borið 27 tonna farm. Space.com segir að Long March 10 verði notuð til að senda geimfara til tunglsins.
Þegar Long March 10 verður skotið á loft í tilraunaskyni á næsta ári gæti hún flutt nýjustu gerð geimfars með sér á braut um jörðina.