fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Pressan

Hann er ríkasti hundur heims – Sagan á bak við auðinn var ótrúleg

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkasti hundur heims er metinn á 300 milljónir punda, en hann á meðal annars villu á Bahamaeyjum, snekkju og BMW með einkabílstjóra.

Ríkasti hundur heims, Gunther VI, lætur bílstjóra keyra sig frá villunni sinni á Bahamaeyjum sem áður var í eigu Madonnu, til snekkju hans sem er við landfestar við höfn í Karíbahafinu, en myrkt leyndarmál er á bak við auðinn.

Gunther VI, þýski fjárhundurinn, býr við meiri lífsgæði en mörg okkar og hann hefur lifað góðu lífi um nokkurt skeið. Heimilið í Karíbahafinu er metið á 65 milljund og Gunther VI hefur jafnvel rekið fótboltafélög. Lífsstíll Gunther VI vakti mikla athygli á síðasta ári og liðið sem sér um hann segir að steikkvöldverðir og snekkjuferðir séu tíðar.

Lið Gunthers VI hefur nú opinberað að hundurinn hefur lifað á matarmiklum máltíðum og fáránlegum atvikum, og í sumum tilvikum þegar hann hefur ferðast um heiminn hefur verið notast við staðgengla.

Það er að sjálfsögðu ekki hundurinn sjálfur sem ráðstafar auð sínum, heldur forstjóri The Gunther Corporation, ítalski frumkvöðullinn Maurizio Mian, sem sér um 277 milljón punda sjóðinn.

Þýska greifynjan Karlotta Leibenstein lét hundinum eftir mikinn auð þar sem hún átti enga nána fjölskyldu að til eftirláta auðævi sín. „Þegar hún lést átti hún enga lögerfingja, engan nákominn sér, og hún gaf allt til hundsins síns, Gunther, sem hún elskaði svo mikið. Og svo var Gunther Trust stofnað til að tryggja að peningarnir yrðu hjá Gunther og blóðlínunni. Að halda peningunum í fjölskyldunni leiddi síðar til risastórra stórhýsa og snekkju.“

Mian játaði síðar að hafa skáldað söguna um greifynjuna eftir að kvikmyndagerðarmenn fengu hann til að viðurkenna gabbið á síðasta ári. Gunther er vissulega frá auðugri fjölskyldu en þær milljónir sem borga lífsstíl hans koma ekki frá moldríkri greifynju.

Heimildamyndaleikstjórinn Aurelien Leturgie segir um svindlið: „Sagan hljómar brjálæðislega. Þannig að við vorum náttúrulega forvitnir strax í upphafi. Og í gegnum árin hafa margir fjölmiðlar sagt frá sögum um Gunther, en í þetta skiptið gátum við fengið óheftan aðgang sem enginn hafði fengið áður.“

Framleiðandinn Emilie Dumay sagði um Mian: „Hann lifir á milli raunveruleika og fantasíu. Og fyrir hann var það mjög erfitt að geta ekki lengur notast við sögu greifynjunnar, sem hann hefur lengi sagt frá og var orðin hluti af einkenni hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglan leitaði að Sporðdrekanum í tvö ár án árangurs – Þá kom fréttakonan til sögunnar

Lögreglan leitaði að Sporðdrekanum í tvö ár án árangurs – Þá kom fréttakonan til sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Braut bílrúðu og bjargaði ársgömlu barni – Foreldrarnir mótmæltu

Braut bílrúðu og bjargaði ársgömlu barni – Foreldrarnir mótmæltu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kæfði stjúpmóður sína með kodda – Montaði sig af morðinu á Snapchat

Kæfði stjúpmóður sína með kodda – Montaði sig af morðinu á Snapchat
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð í háloftunum: Flugmaður útskýrir af hverju svæðið er svona varasamt

Martröð í háloftunum: Flugmaður útskýrir af hverju svæðið er svona varasamt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sendi eiginmanninum djarfar góða nótt myndir – Yfirsást eitt atriði

Sendi eiginmanninum djarfar góða nótt myndir – Yfirsást eitt atriði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lucy var dæmd fyrir að hafa myrt sjö kornabörn – Nú er spurt hvort hún sé í raun saklaus

Lucy var dæmd fyrir að hafa myrt sjö kornabörn – Nú er spurt hvort hún sé í raun saklaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Bandaríkin eigi að hluta sök á dauða forseta Írans

Segir að Bandaríkin eigi að hluta sök á dauða forseta Írans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ringulreið í Napólí eftir öflugan jarðskjálfta – Upptökin í risastóru eldfjalli

Ringulreið í Napólí eftir öflugan jarðskjálfta – Upptökin í risastóru eldfjalli