fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Aldrei fleiri Rússar sótt um hæli

Pressan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 19:15

Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu hafa miklar áhyggjur af deepfake-klámi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir ríkisborgarar virðast í auknum mæli vilja setjast að í Suður-Kóreu ef marka má umsóknir þeirra um hæli í landinu á síðasta ári.

Alls sóttu 5.750 Rússar um hæli í Suður-Kóreu árið 2023, samkvæmt tölum sem CNN vitnar til.

Þetta er fimm sinnum meiri fjöldi en árið 2022 þegar 1.038 Rússar sóttu um hæli í landinu og meiri fjöldi en samanlagt árin 1994 til 2019. Eru rússneskir ríkisborgarar fjölmennasti hópur hælisleitenda í Suður-Kóreu en þar á eftir koma ríkisborgarar Kasakstan, Kína og Malasíu.

Í umfjöllun CNN kemur fram að þessi þróun hafi haldið áfram í byrjun árs 2024 og voru Rússar fjölmennasti hópur hælisleitenda í Suður-Kóreu í janúarmánuði.

Innflytjendastefna suðurkóreskra yfirvalda er ströng og til marks um það hefur einungis 4.052 hælisleitendum verið veitt hæli af þeim 103 þúsund sem hafa sótt um síðastliðin 30 ár. Íbúar Suður-Kóreu eru tæplega 52 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu