fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Milljarðamæringurinn sem missti allt – Fórnarlamb alræmdra glæpasamtaka?

Pressan
Mánudaginn 12. febrúar 2024 22:00

Bob Bull og eiginkona hans, Sara Nilsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Bob Bull, sem komst á lista The Times yfir ríkustu menn Bretlands á síðasta ári, er gjaldþrota í annað skiptið á ævinni. Ekki er langt síðan auðæfi hans voru metin á 1,9 milljarða punda, eða 330 milljarða króna.

Bob, sem stundum var kallaður Bob the Builder (Í. Bubbi byggir), hafði mokað inn seðlum á fyrirtæki sínu Royale Life sem byggði hagkvæm sumarleyfishús vítt og breytt um Bretland. Hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2016 en tókst að byggja sig upp að nýju með aðstoð föður síns sem einnig hafði þénað vel á fasteignabraski.

Óhætt er að segja að Bob hafi verið búinn að koma sér vel fyrir. Hann og eiginkona hans, hin norska Sara Nilsen, áttu glæsilegt safn lúxusbifreiða; fimm Rolls Royce-bíla, þrjá Lamborghini og Ferrari svo eitthvað sé nefnt. Nú er búið að gera bílana upptæka og hafa hjónin sett glæsilegt hús sitt skammt frá Southampton á sölu.

Ýmsir hafa velt fyrir sér hvernig þetta hraða fall milljarðamæringsins kom til. Sjálfur telur Bob sig vera fórnarlamb nets skipulagðra glæpahópa sem með hótunum og árásum höfðu af honum nær allar hans eigur.

Bob er í viðtali við breska blaðið The Sun þar sem hann segist telja að samtökin í hringiðu þessara árása séu hin alræmdu Kinahan-glæpasamtök. Kinahan-samtökin eru írsk og voru stofnuð af Christy Kinahan á tíunda áratug síðustu aldar. Sonur hans, Daniel Kinahan, er sagður stjórna daglegum rekstri samtakanna og eru feðgarnir báðir eftirlýstir.

Segir auðjöfurinn fyrrverandi að ráðist hafi verið að honum og Söru á bar í Manchester og þau barin til óbóta. Í kjölfarið hafi Rolls Royce-lúxusbifreið hans verið stolið. Þá hafi meðlimir þessara samtaka hótað ættingjum þeirra, meðal annars hótað að ræna átta ára syni þeirra hjóna. Loks hafi faðir hans látist eftir að hafa fengið hjartaáfall í fyrrasumar og telur hann að hótanirnar hafi haft mikil neikvæð áhrif á heilsu hans.

Bob hefur fengið fyrrverandi rannsóknarlögreglumenn hjá Scotland Yard til að hjálpa sér í málinu og telja þeir að Bob sé fórnarlamb skipulagðra ofsókna þessara glæpasamtaka. Markmið þeirra hafi verið að hafa af honum fé með kúgunum, hótunum og ofbeldi og afleiðingarnar séu nú komnar í ljós. Hópurinn hafi haft af honum tugi milljóna punda og markmiðið allan tímann hafi verið að hafa af honum viðskiptaveldi hans.

Bob segir í viðtali við The Sun að hann ætli ekki að leggja árar í bát og berst hann nú fyrir því að halda viðskiptaveldi sínu og byggja það upp aftur. Hefur hann áfrýjað umræddum gjaldþrotaúrskurði.

„Ef dómarinn sem kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn vissi að ég væri fórnarlamb glæpsamtaka held ég að hann hefði fleygt beiðni um gjaldþrotameðferð út um gluggann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðarnir streyma inn hjá Epic Games

Milljarðarnir streyma inn hjá Epic Games
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un sagður eiga son sem er falinn fyrir almenningi

Kim Jong-un sagður eiga son sem er falinn fyrir almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður dæmdur fyrir 13 nauðganir – „Þú varst að hitta djöfulinn“

Lögreglumaður dæmdur fyrir 13 nauðganir – „Þú varst að hitta djöfulinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umtöluðustu réttarhöld Svíþjóðar eru hafin á nýjan leik – Barnaníð þar sem dómarar vildu ekki skilja orð ungrar stúlku um kynfæri sín

Umtöluðustu réttarhöld Svíþjóðar eru hafin á nýjan leik – Barnaníð þar sem dómarar vildu ekki skilja orð ungrar stúlku um kynfæri sín