fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Læknir sagði lesbíum sem vildu eignast barn að „sofa hjá karlmanni“

Pressan
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 04:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesbísk hjón sem vilja gjarnan eignast barn leituðu til heimilislæknis síns til að fá aðstoð við það. Það kom þeim að vonum algjörlega í opna skjöldu að læknirinn spurði þær af hverju þær fyndu ekki bara karlmann til að sofa hjá til að getnaður gæti átt sér stað.

Elissa Hillier, 32 ára, og eiginkona hennar, hin 35 ára Kaylee, búa í Manchester á Englandi. Í samtali við Independent skýrðu þær frá þessu og sögðu að læknirinn hafi einnig spurt þær hvort þær vissu að til að búa til barn þyrftu þær að fá „sæði úr manni“.

Þetta gerðist í febrúar á síðasta ári. Sögðu þær að læknirinn hafi ekki vitað hvert ferlið væri fyrir þær til að geta eignast barn og hafi ráðleggingar hans hrætt þær, valdið vonbrigðum og komið þeim í uppnám.

Í kjölfarið leituðu þær til sæðisbanka í Noregi og Englandi og hafa nú farið þrisvar sinnum í tæknifrjóvgun en þær hafa allar misheppnast.

„Þegar við fórum frá lækninum, sátum við bara þöglar í bílnum og hugsuðum bara: „Gerðist þetta í alvöru?““

Þær segja að læknirinn, sem er karlmaður, hafi spurt þær: „Þið vitið að þið þurfið karlmann til að eignast barn?“ og „Þið vitið að þið þurfið sæði úr karlmanni?“

„Síðan starði hann bara á okkur í smá stund og sagði: „Af hverju farið þið ekki bara út og finnið mann til að sofa hjá?“ sagði Elissa.

Hann bauð þeim síðan að setja þær á biðlista hjá breska heilbrigðiskerfinu, NHS,, eftir að komast í tæknifrjóvgun en það hefði þýtt þriggja ára bið fyrir þær.

Elissa sagði að læknirinn hafi ekki verið dónalegur eða illgjarn, hann hafi bara verið að reyna að skilja málið. „Hann stakk nokkrum sinnum upp á því „af hverju finnið þið ekki bara karlmann?“ og við sögðum honum að við vildum ekki að konan okkar færi að sofa hjá einhverjum öðrum.“

Þær segjast varla hafa trúað þessu og hafi velt fyrir sér hvort þær væru í falinni myndavél. „Eru gagnkynhneigð pör spurð hvort þau viti að þau þurfi sæði úr karlmanni,“ sagði Kaylee.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður