Svefnsérfræðingurinn Dr Biquan Luo, segir að margir þeirra sem eiga erfitt með að sofna aftur geri hugsanlega algeng mistök. Í samtali við The New York Post sagði hann að umhverfisþættir á borð við hávaða og hitastig geti komið við sögu sem og heilsufarsvandamál á borð við kæfisvefn eða fótapirring.
Þess utan geti hinn náttúrulega svefn-vöku hringrás farið úr skorðum ef fólk notar síma, tölvur eða sjónvarp.
Þá getur það einnig aukið stress ef fólk kíkir á hvað klukkan er og það getur gert því erfiðara fyrir með að sofna.
Hún ráðleggur fólki að liggja uppi í rúmi og reyna að sofna á nýjan leik á náttúrulegan hátt. Ef ekki tekst að sofna á 10 til 15 mínútum sé kominn tími til að fara framúr. „Prufaðu að fara á hljóðlátan og þægilegan stað, til dæmis sófann, og gera eitthvað sem krefst ekki mikillar hreyfingar og er ekki mjög örvandi, til dæmis að lesa bók eða gera eitthvað róandi, þar til þú finnur fyrir syfju á nýjan leik. Farðu þá aftur upp í rúm,“ sagði hún.