fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Þú ert ekki endilega fyndin(n) þótt þú fáir deitið þitt til að hlæja

Pressan
Laugardaginn 6. janúar 2024 15:30

Mynd/Andrea Piacquadio, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvenær hlóst þú síðast? Var það þegar pabbi þinn sagði góðan pabbabrandara eða var það þegar kærastinn þinn hellti kaffi yfir nýju hvítu skyrtuna sína rétt áður en hann átti að mæta í vinnu?

Hlátur lengir lífið segir einhversstaðar og mörgum körlum þykir það góðs viti ef þeir geta komið deitinu sínu til að hlæja. En það þýðir ekki endilega að hann sé fyndinn. Ástæðan fyrir hlátri konunnar getur verið að hún, eins og svo margar konur, veit sem er að það er auðveldara að hlæja að bröndurum hans en að hann fari í vont skap vegna skorts á hlátri yfir þeim.

Konur hlæja sem sagt margoft að körlum þótt þeir séu alls ekki fyndnir. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sýnir að fyndnir karlar eiga á brattann að sækja þegar kemur að stefnumótum, að minnsta kosti ef þeir eru gagnkynhneigðir.

The Independent skýrir frá þessu og vitnar í rannsókn vísindamanna við University of Queensland í Ástralíu. Þeir báðu 554 gagnkynhneigða karla að taka þátt í hraðstefnumótum. Þau voru tekin upp og síðan köfuðu vísindamennirnir ofan í kjölinn á þeim og greindu.

Niðurstaða þeirra er að húmor hjálpar ekki til í stefnumótaleiknum. Þeir segja að óháð kyni, þá hafi þeir þátttakendur sem hlógu meira að hinum aðilanum eða fengu hinn aðilann til að hlæja ekki fundist hinn aðilinn meira aðlaðandi né minna aðlaðandi.

Henry Wainwright, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sé áhugavert í ljósi þess að þetta gangi gegn almennri trú að konur laðist frekar að fyndnum körlum og að karlar laðist að konum sem finnst þeir fyndnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um