Hlátur lengir lífið segir einhversstaðar og mörgum körlum þykir það góðs viti ef þeir geta komið deitinu sínu til að hlæja. En það þýðir ekki endilega að hann sé fyndinn. Ástæðan fyrir hlátri konunnar getur verið að hún, eins og svo margar konur, veit sem er að það er auðveldara að hlæja að bröndurum hans en að hann fari í vont skap vegna skorts á hlátri yfir þeim.
Konur hlæja sem sagt margoft að körlum þótt þeir séu alls ekki fyndnir. Niðurstaða nýrrar rannsóknar sýnir að fyndnir karlar eiga á brattann að sækja þegar kemur að stefnumótum, að minnsta kosti ef þeir eru gagnkynhneigðir.
The Independent skýrir frá þessu og vitnar í rannsókn vísindamanna við University of Queensland í Ástralíu. Þeir báðu 554 gagnkynhneigða karla að taka þátt í hraðstefnumótum. Þau voru tekin upp og síðan köfuðu vísindamennirnir ofan í kjölinn á þeim og greindu.
Niðurstaða þeirra er að húmor hjálpar ekki til í stefnumótaleiknum. Þeir segja að óháð kyni, þá hafi þeir þátttakendur sem hlógu meira að hinum aðilanum eða fengu hinn aðilann til að hlæja ekki fundist hinn aðilinn meira aðlaðandi né minna aðlaðandi.
Henry Wainwright, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sé áhugavert í ljósi þess að þetta gangi gegn almennri trú að konur laðist frekar að fyndnum körlum og að karlar laðist að konum sem finnst þeir fyndnir.