fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þetta er hættulegasta borg heims

Pressan
Föstudaginn 5. janúar 2024 04:36

Konurnar sex sem voru myrtar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2023 hurfu sex ungar konur sporlaust í hættulegustu borg heims. Hún er í nokkurra klukkustunda akstursfjarlægð frá vinsælum ferðamannastað sem laðar marga til sín ár hvert.

Hálfri annarri viku eftir að ungu konurnar hurfu fundu lögreglumenn úr sérsveit lögreglunnar lík þeirra nærri borginni Celaya. Hún er í Mexíkó og má með sanni segja að þetta sé hættulegasta borg heims. Þar búa um 310.000 manns.

Lögreglan segir að glæpasamtök hafi staðið á bak við hvarf kvennanna og morðanna á þeim. Annars hefur lögreglan ekki viljað tjá sig mikið um málið.

Óupplýst morð og blóðug uppgjör glæpagengja eru daglegur atburður í borginni sem nýtur þess vafasama heiðurs að tróna á toppi Statistas yfir hættulegustu borgir heims á síðasta ári. Er þá átt við borgir í löndum þar sem stríð geisar ekki.

Celaya er í Guanajuato-héraðinu sem er norðvestan við Mexíkóborg. Þar voru framin 109 morð á hverja 100.000 íbúa á síðasta ári. Þetta er heimsmet sem enginn heiðvirður borgarstjóri vill slá. Ef sama hlutfall morða ætti við hér á landi myndi það þýða að um 400 manns væru myrtir árlega.

Skotbardagar og sprengjuárásir eiga sér reglulega stað í borginni. Til dæmis voru fimm námsmenn myrtir skömmu fyrir jól. Lík þeirra fundust í brunnum bíl í útjaðri hennar. Annað mál var þegar átta konur og þrír karlar voru drepin í skotárás í borginni. 15 grímuklæddir menn úr þekktum eiturlyfjahring voru þar að verki. Þeir notuðu skotvopn og bensínsprengjur. Þeir skildu eftir pappaskilti á vettvangi þar sem þeir sögðu að um hefndaraðgerð á vegum glæpagengis væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum