fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hún sýnir sig sjaldan opinberlega – „Hún er hættulegasta kona heims“

Pressan
Þriðjudaginn 26. september 2023 08:00

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki oft sem hún sýnir sig opinberlega en nýlega birtist hún fyrir framan myndavélar fjölmiðla þegar hún fylgdi bróður sínum, Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu, í ferð hans til Rússlands.

Á myndum virðist hún oft vera blíð og hlédræg en að sögn Sung-Yoon Lee, rithöfundar, þá blekkja myndirnar og segist hann ekki í nokkrum vafa um hvaða konu hún hefur að geyma.

Í samtali við CNN og Fox News sagði hann að hún sé blítt andlit grimmdarlegrar einræðisstjórnar Norður-Kóreu út á við en þar ráði grimmd og karlremba. „En það þarf að taka hana mjög alvarlega. Núna er hún hættulegasta kona kona heims. Og kannski hættulegasta kona sem nokkru sinni hefur verið uppi,“ sagði hann.

Þessi lýsing er einnig undirtitill á nýrri bók hans um Kim Yo-jong, sem heitir „The Sister“. Þar fjallar hann um hana og störf hennar. Hún hefur frekar hógværan titil sem stjórnandi norðurkóresku áróðursmaskínunnar en í raun er hún talin vera næstvaldamesta manneskja landsins.

„Hún er mjög valdamikil kona . . . með metnað,“ segir Sung-Yoon Lee.

Í nýlegri heimsókn systkinanna til Rússlands sást Kim Yo-jong meðal annars beygja sig yfir bróður sinn þegar hann var að skrifa í gestabók.

Samband þeirra er náið og af þeim sökum hefur hún nánast ótakmörkuð völd.

„Fræðilega séð getur hún ákveðið hverjum á að fylgjast með, lækka í tign, hækka í tign, refsa, verðlauna, vísa úr landi eða jafnvel binda og taka af lífi á torgi úti eða á lokuðum leikvangi,“ segir í „The Sister“.

Hún hefur einnig aðgang að öllu hernaðarbatteríi landsins og getur því fyrirskipað notkun kjarnorkuvopna en ráðamenn í landinu hafa oft í hótunum um að beita þeim og þar dregur Kim Yo-jong ekki af sér í orðaskakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð