fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

„Skoðunarferðir eru ekki eitthvað sem konur hafa þörf fyrir“

Pressan
Sunnudaginn 17. september 2023 07:30

Frá Band-e-Amir þjóðgarðinum. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar hafa bannað konum að heimsækja Band-e-Amir þjóðgarðinn í Bamiyan héraðinu. Munu öryggissveitir sjá um að framfylgja banninu.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Mohammad Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála, hafi tekið þessa ákvörðun í kjölfar heimsóknar hans í þjóðgarðinum.  Hann sagði að konur, sem voru í þjóðgarðinum, hafi ekki klæðst hijab á réttan hátt og því verði þeim meinaður aðgangur að honum í framtíðinni.

Hann tilkynnti embættismönnum og trúarleiðtogum um þetta og sagði: „Skoðunarferðir eru ekki eitthvað sem konur hafa þörf fyrir.“

Þetta er enn ein frelsisskerðingin sem konur verða fyrir af hálfu Talibana síðan þeir komust aftur til valda í ágúst 2021, 20 árum eftir að Bandaríkjamenn hröktu þá frá völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf