fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Karl konungur fær góða launahækkun

Pressan
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 08:00

Karl konungur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og framfærslukostnaður Breta hækkar og hækkar fær Karl konungur góða launahækkun eða 45%. Þetta þýðir að árlegt framlag ríkissjóðs til hans verður sem nemur um 20 milljörðum íslenskra króna.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að fjármálaráðuneytið hafi birt áætlun sem feli í sér að frá 2025 fái hirðin 45% hærri fjárframlög en nú. Þetta kallast „royal family´s grant“.

Samkvæmt niðurstöðum rannsókna þá búa 17% Breta í fátækt og hefur þeim fjölgað um 4 prósentustig frá því að miklar verðhækkanir byrjuðu að skella á 2021.

Því finnst mörgum það eflaust skjóta skökku við að hirðin fái ríflega launahækkun á meðan margir hafa varla efni á mat vegna mikilla verðhækkana, himinhárra verðbólgu og eftir því sem breskir fjölmiðlar segja, kreppu sem herjar á landið.

Ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt að skorið yrði hraustlega niður í fjárútlátum til konungsfjölskyldunnar og að það myndi koma almenning til góða. The Guardian segir að það sé því óljóst af hverju Karl konungur fái nú ansi ríflega launahækkun.

Talsmaður hirðarinnar sagði að fjárframlag ríkisins til hirðarinnar hafi verið nánast óbreytt árum saman í pundum talið og hafi því í raun lækkað vegna verðhækkana í landinu. Hann sagði einnig að launahækkunin gildi aðeins frá 2025 til 2027 og nota eigi hana til að fjármagna viðgerðir á Buckingham Palace.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn