fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Lofsteinahrapið í Tunguska var það stærsta í sögu mannkynsins – Hvað varð um loftsteininn?

Pressan
Laugardaginn 10. júní 2023 17:00

Eyðileggingin var mikil í Tunguska.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. júní 1908 skall loftsteinn til jarðar í Tunguska í Síberíu. Talið er að við áreksturinn hafi um 80 milljón tré eyðilagst eða um 2.150 ferkílómetra svæði. Þessi atburður hefur verið nefndur „Tunguskaatburðurinn“. Talið er að þetta sé stærsti árekstur loftsteins við jörðina síðan að menn komu fram á sjónarsviðið. En það undarlega við þennan árekstur að engin brot úr loftsteininum hafa fundist og heldur ekki staðurinn þar sem hann skall niður.

Loftsteinninn lýsti upp himinninn á þessu fábyggða og afskekkta svæði þegar hann þaut niður í átt til jarðar. Við áreksturinn varð sprenging sem jafngildir því að 10 til 15 megatonna kjarnorkusprengja hafi verið sprengd. „Himininn skiptist í tvennt og hátt yfir skóginum virtist allur norðurhluti hans vera þakinn eldi,“ sagði sjónarvottur.

Ein vinsæl kenning er að loftsteinninn hafi myndað Cheko vatn sem er um 8 km frá miðju sprengingarinnar. Vatnið er um 500 metrar á breidd og 54 metra djúpt.

En ekki eru allir sérfræðingar sammála þessari kenningu og hafa með rannsóknum sýnt fram á að setlög í vatninu sé mun eldri en Tunguskaatburðurinn.

En hvað varð þá um loftsteininn? Live Science segir að í rannsókn, sem var birt 2020, hafi þeirri kenningu verið varpað fram að stór loftsteinn, úr járni, hafi farið í gegnum lofthjúp jarðar en síðan sveigt frá jörðinni án þess að brotna. Þetta skýri af hverju ekkert hefur fundist af loftsteininum.

Í annarri rannsókn, sem var birt nú í vor, er þeirri kenningu varpað fram að loftsteinninn hafi brotnað í marga hluta og dreifst víða. Margir hlutar hans hafi brunnið upp í lofthjúpnum en litlir hlutar hafi náð til jarðar og dreifst yfir stórt svæði. Segja höfundar rannsóknarinnar að hlutar úr þessum loftsteini geti verið í 16 til 19 km fjarlægð frá miðju sprengingarinnar og að gróður og leðja hafi hugsanlega eytt öllum ummerkjum eftir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi