fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Gera tilraun með að selja Mars súkkulaði í pappírsumbúðum

Pressan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 06:55

Svona líta umbúðirnar út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðandi Mars súkkulaðisins vinsæla hefur ákveðið að gera tilraun með að selja súkkulaðið í pappírsumbúðum í staðinn fyrir hefðbundnar plastumbúðir. Markmiðið er auðvitað að draga úr plastnotkun en fyrirtækið stefnir að því að draga úr plastnotkun sinni um þriðjung til skamms tíma litið.

Sky News skýrir frá þessu og segir að súkkulaði í pappírsumbúðum verði selt í verslunum Tesco í Bretlandi í tilraunaskyni.

Framleiðandinn, Mars Wrigley UK, segir að stefna þess sé að allar umbúðir þess verði endurvinnanlegar, endurnýtanlegar eða nothæfar til jarðvegsgerðar. Þessi tilraun sé liður í rannsókn fyrirtækisins á hvaða umbúðir geti hentað.

Áskorunin sem fyrirtækið stendur frammi fyrir er að finna umbúðir sem eru umhverfisvænar en tryggja um leið matvælaöryggi og gæði matvælanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“