fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Rannsaka vinnubrögð kennslukonu vegna kvikmyndar sem hún sýndi nemendum

Pressan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 08:00

Aðalsöguhetjurnar í Strange World. Mynd:Disney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismenn hjá menntakerfinu í Flórída tilkynntu kennara, konu, nýlega að starfshættir hennar væru til rannsóknar vegna kvörtunar um að hún hefði sýnt nemendum teiknimyndina Strange World frá Disney.

The Guardian segir að rannsóknin sé afleiðing af árásum Ron DeSantis, ríkisstjóra, á menntakerfið en gripið hefur verið til ritskoðunar á kennslubókum í ríkinu og strangar reglur hafa verið settar um heimild kennara til að ræða um kynlíf, kynhneigð og kynþáttamál við nemendur sína.

DeSantis stefnir á að taka slaginn við Donald Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins á næsta ári. Hann hefur að undanförnu gengið hart fram, bæði í orði og verki, gegn hinni svokölluðu Wokestefnu.

Carl Zee skýrði frá máli kennarans í tísti á Twitter þann 11. maí og sagði að starfshættir hennar séu nú til rannsóknar vegna þess að hún hafi sýnt nemendum sínum Strange World í kennslustund. Einn nemandinn hafi síðan skýrt foreldrum sínum frá því. „Flórída er ekki öruggt ríki fyrir kennara. EKKI FLYTJA HINGAÐ!“ skrifaði hann einnig.

Myndin fjallar um könnuði sem reyna að bjarga dularfullu landi frá því að missa mikilvæga orkulind. Ein af aðalpersónunum er samkynhneigð en það er harla óvenjulegt í teiknimyndum fyrir börn.

Hann birti mynd af bréfi frá menntamálaráðuneyti Flórída þar sem fram kemur að í kjölfar kvörtunar sé verið að rannsaka hvort kennarinn hafi gerst sek um ósæmilegt athæfi. Ekki kemur fram í bréfinu hvaða ásakanir er verið að rannsaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða