fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Rannsaka vinnubrögð kennslukonu vegna kvikmyndar sem hún sýndi nemendum

Pressan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 08:00

Aðalsöguhetjurnar í Strange World. Mynd:Disney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismenn hjá menntakerfinu í Flórída tilkynntu kennara, konu, nýlega að starfshættir hennar væru til rannsóknar vegna kvörtunar um að hún hefði sýnt nemendum teiknimyndina Strange World frá Disney.

The Guardian segir að rannsóknin sé afleiðing af árásum Ron DeSantis, ríkisstjóra, á menntakerfið en gripið hefur verið til ritskoðunar á kennslubókum í ríkinu og strangar reglur hafa verið settar um heimild kennara til að ræða um kynlíf, kynhneigð og kynþáttamál við nemendur sína.

DeSantis stefnir á að taka slaginn við Donald Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins á næsta ári. Hann hefur að undanförnu gengið hart fram, bæði í orði og verki, gegn hinni svokölluðu Wokestefnu.

Carl Zee skýrði frá máli kennarans í tísti á Twitter þann 11. maí og sagði að starfshættir hennar séu nú til rannsóknar vegna þess að hún hafi sýnt nemendum sínum Strange World í kennslustund. Einn nemandinn hafi síðan skýrt foreldrum sínum frá því. „Flórída er ekki öruggt ríki fyrir kennara. EKKI FLYTJA HINGAÐ!“ skrifaði hann einnig.

Myndin fjallar um könnuði sem reyna að bjarga dularfullu landi frá því að missa mikilvæga orkulind. Ein af aðalpersónunum er samkynhneigð en það er harla óvenjulegt í teiknimyndum fyrir börn.

Hann birti mynd af bréfi frá menntamálaráðuneyti Flórída þar sem fram kemur að í kjölfar kvörtunar sé verið að rannsaka hvort kennarinn hafi gerst sek um ósæmilegt athæfi. Ekki kemur fram í bréfinu hvaða ásakanir er verið að rannsaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?