fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Þróun afbrota í Svíþjóð er á „áður óþekktu stigi“ segir ríkislögreglustjórinn

Pressan
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 07:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróun afbrota í Svíþjóð er á „áður óþekktu stigi“. Þetta kemur fram í grein sem Anders Thornberg, ríkislögreglustjóri, skrifaði og birtist í Dagens Nyheter.

Hann segir að afbrotin séu orðin flóknari og erfiðara sé að fá vitni til að skýra frá því sem þau vita. „Kærendur, vitni og gerendur, sem ræddu áður við lögregluna og báru vitni fyrir dómi, veita nú sjaldnast nokkrar upplýsingar. Þetta gerir rannsóknir erfiðari og til að ákæruvaldið nái árangri  þarf oft að afla annarra og erfiðari sannana,“ segir hann.

Hann segir að þörf sé á fleiri lögreglumönnum, öflugri verkfærum með nýrri löggjöf og auknu samstarfi hinna ýmsu opinberu stofnana.

Hann segir að það þurfi að fínstilla markmið lögreglunnar. „Það er skylda okkar að gera Svíþjóð öruggt land og sú skylda er óhagganleg,“ skrifar hann.

Svíar hafa árum saman glímt við mikla glæpaöldu, til dæmis eru skotárásir nánast daglegt brauð og tugir eru skotnir til bana árlega. Eru þessi ofbeldisverk að mestu rakin til átaka glæpagengja sem berjast um yfirráð yfir hinum ábatasama fíkniefnamarkaði.

En það eru ekki bara skotvopn sem eru notuð við ofbeldisverk í Svíþjóð því hnífum er einnig beitt, kveikt er í bílum, sprengjur eru sprengdar, fólki er rænt og fjárkúgun er beitt.

Á síðasta ári lagði sænska lögreglan hald á mikið af vopnum og fíkniefnum og margir þungir dómar voru kveðnir upp yfir glæpamönnum.

En síðasta ár bauð einnig upp á sorglegt met því 64 voru skotnir til bana. Hvergi í Evrópu voru fleiri skotnir til bana á árinu og þetta var jafnframt sænskt met.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum