fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Pressan

Fékk skyndilega 1,2 milljarða inn á reikninginn sinn

Pressan
Föstudaginn 8. desember 2023 22:00

Það má gera ýmislegt fyrir 1,2 milljarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú opnaðir heimbankann þinn dag einn og við blasti að þú ætti allt í einu 1,2 milljarða?

Það var einmitt það sem gerðist hjá Hafidzah Abdullah, sem býr í Malasíu, þegar hún opnaði heimabankann sinn dag einn. Innistæðan var sem svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

En vandinn við þetta, fyrir hana, var að hún átti ekki þessa peninga. „Ég kan vel að meta að þið gerið upplifun mína af bankanum eftirminnilega en mér finnst að þessi mistök hafi verið aðeins of stór,“ skrifaði hún í færslu, sem var beint að bankanum, á LinkedIn.

Hún sagði að hún hafi áður lent í vandræðum með bankareikninginn sinn en þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún átti 1,2 milljarða inni á honum. Til samanburðar má geta þess að meðalárslaun í Malasíu eru sem svarar til um 1,5 milljóna íslenskra króna.

„Maður gæti haldið að ég hefði unnið í lottó?“ skrifaði hún.

Þegar hún uppgötvaði mistökin var reikningi hennar lokað fyrirvaralaust. Til að geta opnað hann aftur varð hún að fara í næsta útibú bankans og ræða við þjónustufulltrúa. Sagði hún að þetta hafi tekið mjög langan tíma og verið þungt í vöfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu
Pressan
Í gær

Skyndilega hóstaði hún – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Skyndilega hóstaði hún – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svaf við hlið rotnandi líks bróður síns árum saman í „Hryllingshúsinu“

Svaf við hlið rotnandi líks bróður síns árum saman í „Hryllingshúsinu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn handtekinn vegna morðs á Grænlandi

Einn handtekinn vegna morðs á Grænlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 10.000 hluta úr fólki á landareign hans – Lögreglan er enn að bera kennsl á fórnarlömbin

Fundu 10.000 hluta úr fólki á landareign hans – Lögreglan er enn að bera kennsl á fórnarlömbin