fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Vann lottóvinning út lífið eftir mistök afgreiðslumanns – „Þetta var frábær tilfinning!“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. desember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Illinois í Bandaríkjunum var stálheppinn nýlega þegar hann vann 25 þúsund dali árlega út lífið í lottóleiknum Lucky For Life. Michael Sopejstal, sem er sextugur, keypti miðann sinn með tölunum 11, 15, 17, 24 og 48, á GoLo bensínstöðinni í New Buffalo í Michigan.

Sopejstal segir að það sé mistökum afgreiðslumannsins að þakka að hann vann.

„Ég fæ mér alltaf Lucky For Life miða fyrir 10 – 20 útdrætti þegar ég fer á bensínstöðina. Ég bað afgreiðslumanninn um miða fyrir 10 útdrætti, en hann prentaði miða með 10 línum fyrir einn útdrátt, en ég sagðist samt ætla að kaupa hann. Ég kíkti svo á miðann einn morguninn og sá að ég hafði unnið 25 þúsund dali á hverju ári það sem ég á eftir ólifað. Ég fór strax að hugsa um alla hlutina sem mig langaði að gera við peningana og hvort mig langaði að fá vinninginn greiddan árlega eða taka eingreiðslu. Þetta var frábær tilfinning!“

Sopejstal ákvað sig á endanum og rölti inn á skrifstofur lottósins til að sækja vinninginn. Hann tók eingreiðslu upp á 390 þúsund dali, í stað 25 þúsund dala í 20 ár (eða út lífið eftir hvort tímabilið væri lengra). Hyggst hann ferðast og leggja hluta af vinningnum fyrir.

Sopejsal býr í Illinois en fer á nokkurra vikna fresti til Michigan til að borða á uppáhaldsveitingastaðnum sínum. Sem hlýtur að vera ansi góður þar sem aksturinn er um sex klukkutímar, sem þó borgaði sig allverulega daginn sem lottómiðinn var keyptur. 

Lottómiðinn líkt og Sopejstal keypti kostar tvo dali, og gefur möguleika á að vinna frá þremur dölum upp í þúsund dali greidda hvern dag út lífið, eða „For Life“ eins og lottóið auglýsir. Spilarar þurfa að vera með fimm vinningstölur réttar, en tölurnar eru frá 1 – 48, og Lucky Ball (Lukkukúluna) frá 1-18 til að vinna stóra vinninginn. Þeir sem eru með fimm tölur réttar, en ekki Lukkukúluna, vinna líkt og Sopejstal 25 þúsund dali árlega út lífið. Dregið er daglega en möguleikarnir á að vinna vinning þegar Sopejstal vann voru 1 á móti 1,8 milljón samkvæmt heimasíðu lottósins. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?