fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Pressan

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 16:00

Hér sést tannburstinn í vélindanu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ skrifaði skurðlæknirinn Jose Antonio Salvada á samfélagsmiðilinn X um sjúkling sem hann og fleiri læknar tóku á móti á sjúkrahúsi í El Salvador.

Sjúklingurinn er 32 ára karlmaður sem var að bursta tennurnar af svo miklum krafti að tannburstinn brotnaði skyndilega í tvennt. Áður en hann vissi af rann efri hluti tannburstans niður í hálsinn á honum og festist í vélindanu.

Salvado sagði að maðurinn hafi strax farið á bráðamóttöku og var hann strax sendur í röntgenmyndatöku. Myndirnar sýndu að efri hluti tannburstans sat fastur í vélindanu.

Skurðlæknar fjarlægðu tannburstann samstundis að sögn Salvado með því að draga hann upp í gegnum vélinda og út um munninn.

Á myndum, sem hafa verið birtar af þessu, sést að haus tannburstans var heill þegar hann kom út úr manninum.

Manninum heilsast vel og virðist ekki hafa beðið varanlegt tjón af þessu óhappi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans

Telja sig hafa fundið lík sjónvarpsmannsins og kærasta hans