fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Pressan

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu

Pressan
Föstudaginn 1. desember 2023 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenju mörg tilfelli lungnabólgu hjá börnum hafa greinst að undanförnu í Kína, Danmörku, Hollandi og núna síðast í Bandaríkjunum.

Í gær var greint frá því að fjöldi tilfella í Warren-sýslu í Ohio í Bandaríkjunum væru orðin það mörg að hægt væri að tala um faraldur. Hafa 142 tilfelli greinst í sýslunni síðan í ágústmánuði. Í morgun tilkynntu svo yfirvöld í Massachusetts að markverð fjölgun hefði orðið á tilfellum að undanförnu.

Í Hollandi hefur smitum fjölgað talsvert, að því er fram kemur í frétt NL Times. Eru tilfellin nú tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið greint frá því að í Kína hafi fjölmörg börn leitað til læknis vegna lungnabólgu.

Læknar telja að ekki sé um að ræða nýjan öndunarfærasjúkdóm heldur miklu frekar RS-vírusinn sem kemur jafnan upp á þessum árstíma og getur valdið slæmum veikindum hjá börnum.

New York Post hefur eftir John Kelly, lækni hjá Redwood Pediatrics, að vírusinn geti valdið lungnabólgu. Flestir sjúklingar læknist á nokkrum dögum án aðkomu lækna eða heilbrigðisstarfsfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Finnar opna fleiri skotsvæði til að bregðast við ógninni frá Rússlandi

Finnar opna fleiri skotsvæði til að bregðast við ógninni frá Rússlandi
Pressan
Í gær

Flóttinn til Svíþjóðar: Einstök saga um björgun danskra gyðinga

Flóttinn til Svíþjóðar: Einstök saga um björgun danskra gyðinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neitaði að láta sætið eftir til konu í hjólastól – „Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær“

Neitaði að láta sætið eftir til konu í hjólastól – „Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gjörningalistakona býr með heilmynd af sínum fyrrverandi – Brúðkaup á döfinni

Gjörningalistakona býr með heilmynd af sínum fyrrverandi – Brúðkaup á döfinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveir teknir af lífi á íþróttaleikvangi í Afganistan

Tveir teknir af lífi á íþróttaleikvangi í Afganistan