fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Stærsta ráðgáta flugsögunnar – Nú eru réttarhöldin hafin

Pressan
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 04:33

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tíu árum hvarf flug MH370 þegar það var á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Vélin hvarf algjörlega sporlaust og er hvarf hennar enn óleyst. Um borð voru 239 manns.

Nú er réttarhöld hafin í Kína vegna málsins en fjölskyldur 40 farþega, sem voru flestir Kínverjar, hafa höfðað mál og krefjast meðal annars bóta.

Einn þeirra sem hafa höfða mál er Jiang Hui en móðir hans var um borð í vélinni. Hún var sjötug. Í samtali við CNN sagði hann að þær fjölskyldur sem neituðu að semja um bætur fyrir tíu árum hafi ekki enn fengið bætur né afsökunarbeiðni.

Jiang Hui hefur höfðað mál á hendur Malaysia Airlines, sem átti flugvélina, tryggingafélagi flugfélagsins, Boeing og framleiðanda hreyfla flugvélarinnar.

Auk þess að krefjast bóta, opinberrar afsökunar og sálfræðiaðstoðar fyrir ættingja þeirra sem voru í vélinni krefst hann þess að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar til að fjármagna leit að vélinni.

CNN segir að kröfur fjölskyldnanna séu ansi líkar en þó sé smávegis munur á þeim.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað gerist ef kínverski dómstóllinn fellst á kröfur fjölskyldnanna því hin stefndu fyrirtæki eru öll alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar utan Kína.  Sum þeirra eru þó með starfsstöðvar í Kína.

Af þeim 239 sem voru um borð, voru 153 kínverskir ríkisborgarar.

Þær fjölskyldur sem gerðu samning á sínum tíma fengu sem svarar til rúmlega 40 milljóna íslenskra króna í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?