fbpx
Föstudagur 08.desember 2023
Pressan

Hefur typpið þitt skroppið saman? – Þess vegna gerist það

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 22:00

Ætli það hafi skroppið saman á þessum? Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega helmingur karlmanna lendir í því að getnaðarlimur þeirra skreppur saman á einhverjum tímapunkti í lífinu. Hvað veldur þessu og er hægt að gera eitthvað við þessu?

Það getur haft neikvæð áhrif á sjálfsálitið og valdið þunglyndi þegar limurinn skreppur skyndilega saman. Ástæðan getur í mörgum tilfellum verið lífsstílstengd eða vegna veikinda. Hormónavandamál geta til dæmis valdið því að það skreppur saman. Þessi hormónavandamál geta til dæmis verið afleiðing offitu.

Margt af því, sem veldur því að limur skreppur saman, getur einnig valdið því að eigandi limsins á erfiðar með að ná reisn. Þetta sagði Lars Lund, prófessor við þvagskurðfæradeild Háskólasjúkrahússins í Óðinsvéum, í samtali við Ekstra Bladet.

Hann sagði að rúmlega helmingur þeirra karla sem glíma við risvandamál séu í yfirþyngd og það valdi því hormónarnir starfi öðruvísi en þeir eiga að gera. Þetta séu karlar sem þurfi að ræða við um mataræði, reykingar, áfengisneyslu og hreyfingu.

Hann sagði að tilfellum af þessu tagi fari fjölgandi samhliða því sem fleiri glíma við offitu.

En það er ekki bara offita sem getur valdið því að limur skreppi saman. Til dæmis geta hjartasjúkdómar og æðakölkun valdið því. Einnig er til sérstakur sjúkdómur sem gerir sumum lífið leitt. Um átta til tíu prósent karla fá hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Limur þeirra byrjar þá að bogna til hliðar eða upp á við og getur vinkillinn orðið 30 til 50 gráður. Lund sagðist meira að segja hafa séð tilfelli þar sem limurinn hafi beygst um 120 til 180 gráður og snúið beint að maganum. Ekki er vitað hvað veldur þessum sjúkdómi en hann myndar vef í limnum sem veldur því að hann bognar. Einnig styttist limurinn um tvo til þrjá sentimetra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Héldu „brúðkaup aldarinnar“ sem kostaði 8,2 milljarða – Nú á brúðguminn ævilangt fangelsi yfir höfði sér

Héldu „brúðkaup aldarinnar“ sem kostaði 8,2 milljarða – Nú á brúðguminn ævilangt fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Með því að fylgja þessum einföldu ráðum getur fertug manneskja lengt líf sitt um mörg ár

Með því að fylgja þessum einföldu ráðum getur fertug manneskja lengt líf sitt um mörg ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Margir látnir eftir skyndilegt eldgos – Gengu á fjallið þrátt fyrir yfirvofandi hættu

Margir látnir eftir skyndilegt eldgos – Gengu á fjallið þrátt fyrir yfirvofandi hættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennsl borin á lík unglings sem fannst árið 1974 – Talinn fórnarlamb alræmds fjöldamorðingja

Kennsl borin á lík unglings sem fannst árið 1974 – Talinn fórnarlamb alræmds fjöldamorðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims