Samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla gekk ljónið um götur bæjarins klukkustundum saman. Bæjarstjórinn, Alessandre Grando, varaði íbúana við dýrinu og hvatti þá til að „fara mjög varlega“.
Starfsfólk sirkussins og lögreglan hófu strax leit að ljóninu en nokkrar klukkustundir liðu þar til það tókst að skjóta deyfilyfi í það og þar með fanga.
Margir íbúar náðu myndum af ljóninu á rölti um bæinn en flestir íbúanna fóru að ráðum bæjarstjórans og héldu sig innandyra. Aðrir sátu fastir í bílum sínum því þeir töldu ekki þorandi að yfirgefa þá vitandi af lausu ljóni.