fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ljón slapp úr sirkus og ráfaði um ítalskan strandbæ klukkustundum saman

Pressan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons/Benh LIEU SONG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn slapp ljón úr sirkus í ítalska strandbænum Ladispol. Það lék lausum hala klukkustundum saman og ráfaði um bæinn en þar búa um 40.000 manns.

Samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla gekk ljónið um götur bæjarins klukkustundum saman. Bæjarstjórinn, Alessandre Grando, varaði íbúana við dýrinu og hvatti þá til að „fara mjög varlega“.

Starfsfólk sirkussins og lögreglan hófu strax leit að ljóninu en nokkrar klukkustundir liðu þar til það tókst að skjóta deyfilyfi í það og þar með fanga.

Margir íbúar náðu myndum af ljóninu á rölti um bæinn en flestir íbúanna fóru að ráðum bæjarstjórans og héldu sig innandyra. Aðrir sátu fastir í bílum sínum því þeir töldu ekki þorandi að yfirgefa þá vitandi af lausu ljóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður