fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Pressan

Svona er hægt að losna við silfurskottur

Pressan
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 17:30

Silfurskottur eru hvimleiðar en meinlausar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa lent í því að uppgötva að silfurskottur séu búnar að hreiðra um sig heima hjá þeim. Þessi litlu dýr leynast oft í rifum og sprungum í röku umhverfi, til dæmis inni á baðherbergjum og kjöllurum, og sjást stundum skjótast yfir gólfið, sérstaklega þegar ljós er kveikt og dýrin hlaupa í skjól.

Það eru væntanlega ekki margir sem vilja hafa silfurskottur sem gæludýr en þær eru með öllu hættulausar en samt sem áður eru þetta hvimleiðir gestir og flestir vilja því losna við þær.

Einfaldasta leiðin er að lofta vel út daglega því silfurskottur þrífast ekki í umhverfi þar sem loftrakinn er undir 75%. Það er einnig góð hugmynd að ryksuga gólfið vel og fara inn í allar rifur og sprungur með ryksugustútinn. En ef þetta dugir ekki, þá eru fleiri aðferðir mögulegar til að losna við dýrin.

Silfurskottur hata lyktina af ediki og það er hægt að losna við þær með því að dreifa ediki í þeim rýmum þar sem silfurskottur halda sig. Best er að hella smá ediki í tusku eða svamp og strjúka síðan yfir og með fram rifum og sprungum niðri við gólfið. Ekki má nota edik á uppleysanleg efni eins og marmara.

Ef þér líst ekki á að baðherbergið angi af ediki þá er líka hægt að nota lavandel en silfurskottur hata þá lykt. Það er því til dæmis hægt að strjúka efnum, sem eru með lavandellykt, yfir fleti nærri rifum og sprungum þar sem silfurskottur halda sig.

Eins og áður sagði þá þurfa silfurskottur að minnsta kosti 75% raka til að geta lifað. Ef þú kemur loftrakanum niður fyrir það stig þá losnarðu við silfurskotturnar. Það er hægt að koma loftrakanum niður með því að lofta vel út, nota rakatæki eða einfaldlega með því að nota ósoðin hrísgrjón! Þau soga raka í sig og þess vegna er hægt að nota þau til að lækka rakastigið. Settu einfaldlega grjón í skál eða skálar og settu þar sem silfurskotturnar halda sig.

Silfurskottur elska sterkju, eins og er til dæmis í kartöflum, og það er hægt að nota þessa ást þeirra til að búa til gildru.  Skerðu kartöflu í tvennt og gerðu síðan rákir í helmingana til að opna fyrir sterkjuna. Settu kartöflubitana síðan í poka, hafðu hann opinn og settu á gólfið þar sem mest ber á silfurskottum. Sterkjan laðar þær að sér og þegar margar silfurskottur hafa safnast saman við kartöflurnar er bara að loka pokanum og henda honum í ruslið.

Ef þetta dugir ekki til þá er hægt að nota „eitur“ sem er í raun ekki eitur. Það er nefnilega hægt að nota lyftiduft eða matarsóda. Blandaðu öðru hvoru efninu saman við sykur og settu síðan á gólfið þar sem silfurskottur halda sig gjarnan. Sykurinn laðar þær að og þær éta þetta en matarsódinn og lyftiduftið drepa þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“

Ólýsanlegur harmleikur rústaði lífi tveggja fjölskyldna eftir að lögreglan fór mannavillt – „Mamma, ég elska þig en ég get þetta ekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“

Grunlaus fótboltaaðdáandi slær í gegn – „Ég fékk Coldplay-meðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir