fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Allt brjálað í Rússlandi: Trylltur múgur réðst að farþegum sem komu frá Ísrael – Myndband

Pressan
Mánudaginn 30. október 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlaði allt um koll að keyra á flugvellinum í Makhachkala í Rússlandi í gær þegar farþegaþota frá Ísrael kom til lendingar.

Fleiri hundruð manns ruddust inn í flugstöðina og út á flugbrautina þar sem gerður var aðsúgur að farþegum vélarinnar.

Makhachkala er í Dagestan, stærsta fylki Rússlands í Kákasus, en þar eru múslimar í meirihluta. Stríð Ísraelsmanna við Hamas-samtökin í Palestínu hefur ekki farið fram hjá neinum og vildi múgurinn senda skýr skilaboð um afstöðu sína til stríðsins.

Í frétt BBC kemur fram að yfirvöld í Ísrael hafi farið þess á leit við yfirvöld í Rússlandi um að passað verði upp á ísraelska ríkisborgara í landinu. Vélin var að koma frá Tel Aviv og voru margir Ísraelsmenn um borð. Krafðist hópurinn meðal annars þess að fá að sjá vegabréf farþega.

Um sextíu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu á flugvellinum en um tuttugu eru sagðir hafa slasast, þar af nokkrir lögregluþjónar. Tveir eru sagðir vera alvarlega slasaðir eftir uppákomuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“