Eldur kom upp í nokkrum bílum og kallaði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, eftir því að blóðgjafar myndu gefa blóð.
The New Orleans Advocate ræddi við Christopher Coll sem var svo óheppinn að lenda í árekstri á brúnni. Hann heyrði hvern skellinn á fætur öðrum fyrir aftan sig en tókst að komast út úr ökutæki sínu með því að brjóta rúðu. Annar ökumaður rifjaði upp óhugnanleg hljóðin sem hann heyrði.
„Búmm, búmm. Þetta voru einu hljóðin sem maður heyrði í svona hálftíma.“
Að minnsta kosti ein bifreið féll fram af brúnni og ofan í vatn en ökumanninum tókst að komast út af sjálfsdáðum.
Hér að neðan má sjá umfjöllun WGNO-TV um slysið og myndir sem ríkislögreglan í Louisiana birti á Facebook-síðu sinni.