Hodgson, sem býr í Atlanta, var í fríi þegar nágranni hennar hringdi í hana og spurði hvort verktakafyrirtæki hefði verið ráðið til að rífa húsið hennar en ekki var búið í því.
„Ég sagði „nei“ og hún sagði: „Jæja, það er einhver hér sem er nýbúinn að jafna húsið við jörðu,“ sagði Hodgson í samtali við WAGA-TV.
Þegar nágranninn fór og ræddi við starfsmenn verktakans var henni sagt að „halda kjafti og skipta sér ekki af því sem henni kemur ekki við“ sagði Hodgson.
Hún sendi þá ættingja sinn á vettvang til að fá að sjá leyfi fyrirtækisins til að rífa húsið. Þegar starfsmaður dró upp leyfið og skoðaði það áttaði hann sig á að þeir höfðu rifið rangt hús.
Eins og áður sagði bjó enginn í húsinu en Hodgson sagði að því hafi verið haldið vel við, hirt um garðinn og snyrtilegt í kringum það. Öll gjöld hafi verið greidd og ekkert aðfinnsluvert við það.
Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í yfirlýsingu að verið sé að skoða málið og reyna að leysa það.