Þegar sjúklingarnir spyrja af hverju það er svona erfitt að finna æð fá þeir ýmsar skýringar. Það getur verið erfitt að finna æð, þær liggja kannski djúpt eða eru litlar eða sjúklingurinn getur verið stressaður eða þreyttur.
Þetta sagði Dr. Mark Whiteley, æðaskurðlæknir, í samtali við Live Science. Hann sagði einnig að það geti verið erfitt að finna æðar fólks af utanaðkomandi ástæðum, til dæmis tækni þess sem tekur blóðið eða hitastigsins í rýminu sem sjúklingurinn er í.
Hann sagði að einnig geti það skipt máli ef æðaklemman, sem er sett ofar á handlegginn, er hert of mikið eða of lítið.
Hitastig skiptir einnig máli því yfirborðsæðar tilheyra hitastýringarkerfi líkamans. Ef okkur er of heitt, þá víkka æðarnar út til að hjálpa okkur að losna við hita. Ef okkur er kalt, þá dragast æðarnar saman og það getur verið nær ómögulegt að finna þær sagði Whiteley.
Æðarnar geta einnig verið of þröngar eða legið of djúpt til að hægt sé að finna þær. Sumir eru einnig með æðar sem hreyfast þegar þær eru snertar og þær geta færst til á meðan verið er að stinga nálinni inn.
Stress og kvíði sjúklingsins geta gert að verkum að erfitt er að finna æð. Einnig getur verið erfitt að finna þær ef fólk glímir við vökvaskort eða annað sem hefur áhrif á blóðmagnið í líkamanum.