fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Af hverju er svo erfitt að finna æðar hjá sumum?

Pressan
Laugardaginn 21. október 2023 18:00

Það er stundum erfitt að finna æð þegar blóð er tekið úr fólki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þurfa einhvern tímann á lífsleiðinni að láta taka blóð úr sér. Það er yfirleitt dregið úr æð í olnbogabótinni. En það getur stundum reynst ansi erfitt og stundum á heilbrigðisstarfsfólk í töluverðum vandræðum með að finna æð.

Þegar sjúklingarnir spyrja af hverju það er svona erfitt að finna æð fá þeir ýmsar skýringar. Það getur verið erfitt að finna æð, þær liggja kannski djúpt eða eru litlar eða sjúklingurinn getur verið stressaður eða þreyttur.

Þetta sagði Dr. Mark Whiteley, æðaskurðlæknir, í samtali við Live Science. Hann sagði einnig að það geti verið erfitt að finna æðar fólks af utanaðkomandi ástæðum, til dæmis tækni þess sem tekur blóðið eða hitastigsins í rýminu sem sjúklingurinn er í.

Hann sagði að einnig geti það skipt máli ef æðaklemman, sem er sett ofar á handlegginn, er hert of mikið eða of lítið.

Hitastig skiptir einnig máli því yfirborðsæðar tilheyra hitastýringarkerfi líkamans. Ef okkur er of heitt, þá víkka æðarnar út til að hjálpa okkur að losna við hita. Ef okkur er kalt, þá dragast æðarnar saman og það getur verið nær ómögulegt að finna þær sagði Whiteley.

Æðarnar geta einnig verið of þröngar eða legið of djúpt til að hægt sé að finna þær. Sumir eru einnig með æðar sem hreyfast þegar þær eru snertar og þær geta færst til á meðan verið er að stinga nálinni inn.

Stress og kvíði sjúklingsins geta gert að verkum að erfitt er að finna æð. Einnig getur verið erfitt að finna þær ef fólk glímir við vökvaskort eða annað sem hefur áhrif á blóðmagnið í líkamanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad