fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ekkert hefur spurst til Émile í þrjá mánuði – Nú eru nýjar upplýsingar í málinu

Pressan
Miðvikudaginn 18. október 2023 18:00

Émile. Mynd: Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan gerði húsleit á heimili manns í gær sem liggur undir grun í hvarfi hins tveggja ára gamla Émile sem ekkert hefur spurst til síðan 8. júlí síðastliðinn.

Émile hvarf þegar hann var í heimsókn hjá afa sínum og ömmu í franska Alpabænum Haut Vernet. Lögregla hefur unnið sleitulaust að rannsókn málsins síðan í sumar án mikils árangurs.

Le Parisien greinir frá því að húsleitin hafi farið fram á bóndabæ fjölskyldu einnar í Le Vernet, skammt frá umræddu þorpi þar sem Émile sást síðast á.

Ýmsar tilgátur á lofti

Samkvæmt frétt Le Parisien eru ýmsar tilgátur uppi um hvað gerðist þennan örlagaríka dag. Ekki þykir útilokað að honum hafi verið rænt en aftur á móti er ólíklegt að ókunnugir einstaklingar hefðu getað komist inn í þorpið, þar sem amma og afi Émile búa, án þess að til þeirra sæist.

Þá bendir Le Parisien á að uppskerutími hafi verið á svæðinu og fjölmörg stór vinnutæki á ökrum við þorpið. Hugsanlega hafi Émile lent undir slíku tæki, látist af slysförum og sökudólgurinn falið líkið.

Augu lögreglu virðast beinast að einum meðlimi fjölskyldunnar, ungum manni sem komist hefur í kast við lögin vegna smávægilegra brota. Hann lá undir grun í málinu í sumar og bentu íbúar í þorpinu á að hann hefði ítrekað sýnt af sér gáleysi við akstur vinnuvéla á svæðinu.

Í fréttinni kemur fram að hundar og drónar hafi verið notaðir við leitina í gær og hélt hún áfram í dag.

Dularfullt hvarf

DV fjallaði ítarlega um málið í haust og í umfjölluninni kom fram að amma Émile hafi hringt í lögregluna og tilkynnt hvarf hans. Hún sagði að Émile hafi sofið fram undir klukkan 17. Þegar hún hringdi í lögregluna klukkan 18.12 hafði hún leitað hans í 45 mínútur.

Málið varð sífellt dularfyllra eftir því sem dagarnir liður. Um 800 manns tóku þátt í leitinni og bestu sporhundar Frakklands voru fluttir til þorpsins til að aðstoða við leitina. Þeir eru sagðir hafa rekið slóð Émile að ákveðnum stað um 50 metra frá heimili afa hans og ömmu. Þar virðist slóðin hafa horfið. Það var eins og Émile hafi verið lyft upp þar og ekki settur niður á nýjan leik.

Sem fyrr segir hefur ýmsum kenningum verið varpað fram í málinu. Ein var á þá leið að ránfugl hafi tekið drenginn en sérfræðingar töldu ómögulegt að konungsörn, sem heldur sig á þessu svæði, hafi getað lyft drengnum.

Þá beindust augu einhverra að fortíð föður Émile, Columban, sem var handtekinn árið 2018 fyrir ofbeldi gegn pari af afrískum uppruna. Hann hafi verið meðlimur í öfgahægrisamtökum og lögregla meðal annars skoðað hvort hvarf Émile ætti sér pólitískar rætur, hvort um hafi veri að ræða einhvers konar hefnd gegn föður hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad