fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fjölskylda Hitlers – Sjálfsvíg, hatur og deyr fljótlega út

Pressan
Sunnudaginn 15. október 2023 22:00

Eva Braun og Adolf Hitler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Adolf Hitlers voru náskyldir. Hann varð sjálfur ástfanginn af frænku sinni sem fyrirfór sér á endanum. Frændi hans gekk til liðs við Bandamenn í síðari heimsstyrjöldinni og sá þriðji var pyntaður til dauða af Rússum.

Þegar Hitler og eiginkona hans, Eva Braun, fyrirfóru sér í neðanjarðarbyrgi Foringjans í Berlín í maí 1945 var enginn beinn erfingi til að taka við af þessu mikla illmenni.

En þrátt fyrir að Hitler hafi ekki átt börn þá slapp hann ekki alveg við fjölskylduskandala og honum tókst ekki að halda öllum fjölskylduleyndarmálunum leyndum.

Móðir hans, Klara, var þriðja eiginkona föður hans, Alois, og rúmlega tveimur áratugum yngri en hann. Hún hafði verið sótt til heimasveitar Alois til að gæta barna hans og Angela, sem var önnur eiginkona hans, fékk berkla. Alois hafði ráðið Angela til að gæta barna hans og fyrstu eiginkonu hans.

Fljótlega eftir að Angela lést varð Klara barnshafandi. Áður en þau gengu í hjónaband þurfti Páfagarður að samþykkja ráðahaginn.

Í heimasveit þeirra var töluvert um hjónabönd skyldra og voru þau skyld. Ekki var það til þess fallið að leyna því að Klara talaði oft um eiginmann sinn sem „frænda“.

Frænkan tók eigið líf

Geli Raubal var lífsglöð og mannblendin tvítug kona þegar hún flutti með móður sinni, Angela, inn á heimili Adolf Hitlers, hálfbróður Angela ,í Berghof. Þar átti Angela að vera ráðskona.

Geli samdi vel við Hitler og 1929 flutti hún með honum í aðra íbúð í München. Opinberlega var sagt að hún gerði það af því að hún ætlaði að stunda nám í háskóla þar í borg.

En námið vék fljótlega fyrir hlutverki hennar sem fylgdarkonu „Alf“ frænda sem tók hana alltaf með á veitingastaði, á tónleika og jafnvel á fundi með fólki í innsta hring nasistaflokksins.

Geli ásamt móður sinni, Angelu, hálfsystur Hitlers.

 

 

 

 

 

Hitler taldi sig fljótlega hafa eignarrétt á Geli og var farinn að stjórna lífi hennar. Þegar hún sýndi áhuga á bílstjóra hans varð úr heiftarlegt uppgjör  þar sem bílstjórinn óttaðist að Hitler myndi skjóta hann. Hann lét þó nægja að reka hann úr starfi.

Ian Kershaw, sagnfræðingur og sérfræðingur í sögu Hitlers, telur að þessi eilífa öfundsýki og eignarréttartilfinning sýni að hann hafi verið kynferðislega háður Geli en hann vill þó ekki fullyrða hvort þau hafi stundað kynlíf.

„Frændi minn er skrímsli. Enginn getur ímyndað sér hvers hann krefst af mér,“ sagði Geli.

Í september 1931 hafði hún fengið nóg og ætlaði að yfirgefa München. Það leiddi til harkalegs rifrildis við Hitler. Daginn eftir fannst hún látin í íbúð hans. Talið var að hún hafi skotið sig með skammbyssu hans.

Sorgin lagðist þungt á Hitler og af ótta við hneyksli var hann ekki viðstaddur útför hennar í Vínarborg viku síðar.

Frændinn barðist gegn nasistum

„Af hverju hata ég frænda minn?“ Þetta var fyrirsögnin á grein sem birtist í tímaritinu Look 1939. Höfundur hennar var William Patrick Hitler, sonur Alois hálfbróður Hitlers sem flutti til Írlands þegar Hitler var á barnsaldri. William fæddist á Írlandi 1911.

Eftir að Hitler komst til valda 1933 hélt William til Þýskalands þar sem hann reyndi að nýta sér valdastöðu frænda síns til að fá góða vinnu, en án árangurs.

William Hitler

 

 

 

 

 

 

 

 

1938 bauð Hitler honum stöðu í nasistaflokknum gegn því að hann afsalaði sér breskum ríkisborgararétti sínum. William óttaðist að þetta væri gildra og flúði til Englands og þaðan til Bandaríkjanna.

Hitler var ekki hlýtt til hans og kallaði hann „viðbjóðslega frænda minn“. Þessi tilfinning var endurgoldin. Árið 1942 sendi William bréf til Roosevelt, Bandaríkjaforseta, og bað um að fá að berjast með herjum Bandamanna gegn nasistum. Hann fékk leyfi til þess 1944.

Pyntaður til dauða

Alois, bróðir Hitler, yfirgaf fjölskyldu sína á Írlandi 1914 og hélt til Þýskalands.  Þar kvæntist hann, án þess að vera skilin frá móður William, og eignaðist soninn Heinz.

Heins var sendur til austurvígstöðvanna 1941. Þar var hann tekinn höndum af Rússum. Þegar þeir komust að því að hann væri frændi Hitlers var hann settur í Butyrka-fangelsið í Moskvu. Þar lést hann, 22 ára að aldri, eftir margra vikna hrottalegar yfirheyrslur.

Síðustu ættingjarnir

Á Long Island í New York búa þrír bræður sem eru taldir vera meðal síðustu lifandi ættingja Hitlers. Afi þeirra var Alois, hálfbróðir Hitlers, og faðir þeirra var Willaim Patrick Hitler.

Bræðurnir bera ekki Hitlers-ættarnafnið og lái þeim hver sem vill.

Í Austurríki búa tveir menn sem eru skyldir Hitler. Þetta eru þeir Peter Raubal og Heiner Hovhegger. Þeir eru barnabörn Angela, systur Hitlers.

Allir þessi fimm menn hafa tekið ákvörðun um að eignast ekki börn og þar með deyr Hitler-ættin út.

Byggt á umfjöllun: mirror.co.uk, heavy.com, allthatisinteresting.com, warhistoryonline.com, bild.de, nytimes.comm dailymail.co.uk, ww2gravestone.com, John Craig: Heroes, Rogues and Spies, Ian Kershaw: Hitler

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad