fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Kvenkyns froskar þóttust vera dauðir til að forðast kynlíf

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 13. október 2023 20:00

Evrópski froskurinn er margslungnari en áður var talið/Wikimedia-Richard Bartz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn þýskra vísindamanna hefur sýnt fram á að kvenkyns froskar af tegund sem kallast evrópskir erkifroskar ( e. European common frog) hafi þróað með sér ákveðið hegðunarmynstur til að forðast þann mikla ákafa sem karlkyns froskar af þessari tegund sýna við mökun. Þetta mynstur felst meðal annars í því að kvenfroskarnir láta eins og þær séu dauðar.

Mökunartími evrópsku erkifroskanna er stuttur, aðeins tvær vikur á hverju vori. Á þessum tveimur vikum keppast karlfroskarnir um að maka sig með eins mörgum kvenfroskum og mögulegt er. Karlfroskar af þessari tegund eru yfirleitt mun fleiri en kvenfroskarnir og oft reyna margir karlfroskanna að maka sig með einum og sama kvenfroskinum, allir í einu.

Þessi hegðun karlfroskanna getur verið hættuleg fyrir kvenfroskana og valdið druknun eða að þær kremjist til bana.

Vísindamenn töldu áður að kvenfroskarnir sýndu lítil sem engin viðbrögð við þessari hegðun. Hin nýja rannsókn, sem gefin var út nýlega, hefur hins vegar sýnt fram að sú er ekki raunin.

Carolin Dittrich starfar við rannsóknir á náttúrufræðisafninu í Berlín (þ. Museum für Naturkunde Berlin) og er önnur vísindamannanna sem standa að baki rannsókninni.

Hún segir að kvenfroskarnir beiti einkum þremur aðferðum ef þær eru ekki tilbúnar að maka sig yfirhöfuð með einhverjum eða vilja ekki maka sig með tilteknum karlfroskum.

Vísindamennirnir fylgdust með evrópskum erkifroskum, sem voru geymdir í búri, á meðan mökunartímanum stóð.

Algengasta aðferð kvenfroskanna til að forðast mökun var að velta sér á bakið á meðan karlfroskarnir voru ofan á þeim. Þannig fóru karlfroskarnir á kaf og urðu að sleppa kvenfroskunum til að forðast drukknun.

Næst algengasta aðferðin var að herma eftir sérstöku hljóði sem karlfroskarnir gefa frá sér til senda hver öðrum skilaboð um fara ekki óvart upp á hver annan á meðan ringulreið mökunartímans stendur.

Yngri líklegri til að þykjast vera dauðar

Það sem kom vísindamönnunum mest á óvart var að 1/3 kvenfroskanna virtust þykjast vera dauðar þegar karlfroskarnir reyndu að fara upp á þær og maka sig með þeim. Þær lágu hreyfingarlausar með útlimina lafandi.

Dittrich segir vísindamennina ekki geta betur séð en kvenfroskarnir væru að látast vera dauðar en geta ekki staðfest að um meðvitaða hegðun sé að ræða. Þetta gætu verið ósjálfráð viðbrögð við streitu.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig fram á að minni og yngri kvenfroskar voru líklegri til að sýna slíka hegðun en eldri og stærri kvenfroskar. Dittrich segir að þetta sé hugsanlega vegna þess að þær yngri hafi ekki upplifað mökunartímann jafn oft og verði því stressaðri. Það geti leitt til þess að þær grípi til jafn róttækra ráðstafana.

Þetta hreyfingarleysi gat varað í þó nokkrar mínútur en loks hafi kvenfroskarnir hreyft sig eftir að karlfroskarnir gáfust upp og fóru.

Alls hafi 46 prósent kvenfroska sem fengu karlfrosk upp á sig tekist að sleppa undan þeim.

Í dýraríkinu er mun algengara að dýr látist vera dauð til að forðast árásir rándýra en til að forðast mökun. Auk evrópska erkifrosksins eru þekkt dæmi um slíkt hjá nokkrum öðrum dýrategundum, meðal annars drekaflugum, sumum köngulóm og tiltekinni tengund salamandra.

Það er óljóst hvort þessi viðleitni kvenkyns hlutans af evrópskum erkifroskum til að forðast mökun orsakast af vilja til að velja karlfrosk, sem þeim líst betur á, til að maka sig með eða hvort um hreina sjálfsbjargarviðleitni er að ræða. Dittrich telur líklegast að kvenfroskarnir geri þetta til að forðast þá hættu sem skapast þegar margir karlfroskar reyna að maka sig í einu með einum kvenfrosk.

Allthatsinteresting.com greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu