fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Athyglisverð uppgötvun – Er þetta sexhyrndur pýramídi?

Pressan
Laugardaginn 7. október 2023 07:30

Svona lítur þetta út. Mynd:Ulan Umitkaliyev

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar í Kasakstan hafa fundið 3.800 ára gamlar rústir sem þeir segja vera af pýramída. Hann er öðruvísi en hinir hefðbundnu egypsku pýramídar því ytri veggir hans eru sérstakir að því leyti að þeir eru sexhyrndir og skreyttir steinristum sem sýna meðal annars kameldýr og hesta.

Live Science skýrir frá þessu og hefur eftir Ulan Umitkaliyev, hjá Eurasian National háskólanum, að byggingin hafi verið um þrír metrar á hæð og hafi líklega verið einhverskonar grafhýsi.  Hann sagði að svipuð mannvirki hafi áður fundist í Kasakstan, aðallega í miðhluta landsins.

Innri veggir pýramídans eru byggðir eins og völundarhús sem liggur inn að gröf í hjarta pýramídans. Ekki liggur fyrir hvort líkamsleifar eru í gröfinni eða í pýramídanum.

Enn er unnið að uppgreftri á svæðinu. Meðal þess sem hefur fundist fram að þessu eru leifar af keramiki, gulleyrnalokkur og aðrir skartgripir auk hestabeina sem fundust við hlið pýramídans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana