Live Science skýrir frá þessu og hefur eftir Ulan Umitkaliyev, hjá Eurasian National háskólanum, að byggingin hafi verið um þrír metrar á hæð og hafi líklega verið einhverskonar grafhýsi. Hann sagði að svipuð mannvirki hafi áður fundist í Kasakstan, aðallega í miðhluta landsins.
Innri veggir pýramídans eru byggðir eins og völundarhús sem liggur inn að gröf í hjarta pýramídans. Ekki liggur fyrir hvort líkamsleifar eru í gröfinni eða í pýramídanum.
Enn er unnið að uppgreftri á svæðinu. Meðal þess sem hefur fundist fram að þessu eru leifar af keramiki, gulleyrnalokkur og aðrir skartgripir auk hestabeina sem fundust við hlið pýramídans.