Það eru hjónin Peter og Lydia Brimelow sem eru flutt inn í kastalann. Þau teljast til öfgahægrimanna og það er einmitt það sem fer misjafnlega í bæjarbúa.
Það var í febrúar 2020 sem fyrst var skýrt frá því að Peter, sem er 75 ára, og Lydia, sem er 38 ára, hefðu keypt höllina. Í kjölfarið hefur margt breyst í bænum að sögn bæjarbúa.
Bæjarbúar eru allt annað en sammála um hvað þeim á að finnast um Peter og Lyda og djúpur klofningur einkennir nú samfélagið. Ekki ósvipað og greina má í bandarískum stjórnmálum.
Lydia and I just had same burka-free experience in Prague. https://t.co/5CI9EeUY1n pic.twitter.com/thGJIEF2K0
— Peter Brimelow (@peterbrimelow) February 28, 2018
Peter og Lyda hafa oft verið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum. Peter stofnaði öfgahægrisamtökin VDARE árið 1999. Ekki er vitað hversu margir eru í samtökunum eða styðja þau. CNBC segir að samtökin hafi fengið hátt fjárframlag frá Donors Trust-hópnum 2019 en hann er hægrisinnaður og hefur styrkt fjölda íhaldssamra samtaka í Bandaríkjunum.
VDARE notaði hluta af peningunum til að kaupa kastalann og lóðina stóru sem tilheyrir honum. Auk kastalans eru þrjú hús á lóðinni og fylgdu þau með í kaupunum.
Á heimasíðu VDARE kemur fram að samtökin beina sjónum sínum aðallega að meintri kúgun á hvítu fólki í Bandaríkjunum.
Southern Poverty Law Center, sem eru samtök sem vinna gegn kynþáttahyggju, segja að VDARE hafi á síðustu árum laðað til sín hvíta þjóðernissinna og öfgahægrimenn sem trúa á yfirburði hvítra.
2017 varaði Peter opinberlega við því að Bandaríkin væru á barmi borgarastyrjaldar vegna þess hvernig hvítt fólk sé kúgað í landinu. Hann tengist nánustu ráðgjöfum Donald Trump og fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch og hann hefur starfað fyrir hann.
Peter þvertekur fyrir að vera rasisti, síðast í samtali við Washington Post í janúar. Hann vísaði því einnig á bug að vera öfgahægrimaður og segir slíkar ásakanir vera lið í áróðursherferð gegn sér.