Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu European Journal of Preventive Cardiology.
Í umfjöllun Escardio um málið er haft eftir Dr. Jihui Zhang, höfundi rannsóknarinnar, að rannsóknin hafi leitt í ljós að aukin hreyfing dragi úr dánarlíkunum vegna of mikils eða of lítils svefns.
Hann sagði að nægileg hreyfing og heilbrigður svefn auki væntanlegan líftíma. En hins vegar hefur ekki verið ljóst hvert samspil hreyfingar og svefns er hvað varðar heilsufar.
Hann sagði að helsti gallinn við fyrri rannsóknir á þessu sviði hafi verið að þær byggðust á skráningu fólks á hreyfingu og svefni. Þetta sé hlutlægt mat og geti verið ónákvæmt. Í nýju rannsókninni hafi þátttakendurnir verið með mælitæki sem skráði hreyfingar þess og veitti því betri og hlutlausari upplýsingar um hreyfingu og svefn.
Rúmlega 92.000 manns, á aldrinum 40 til 73 ára, tóku þátt í rannsókninni. Fólkið var með fyrrgreint mælitæki í eina viku á árunum 2013 til 2015.
Stuttur svefn var skilgreindur sem skemmri en 6 klukkustundir, eðlilegur sem 8 klukkustundir og langur sem meira en 8 klukkustundir. Hreyfingu var skipt í þrjá flokka, lítil, meðal og mikil og byggðist flokkunin á ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um hvað telst hæfileg hreyfing, of lítil hreyfing og mikil hreyfing.