fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Léleg svefngæði geta valdið ótímabærum dauða

Pressan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 08:00

Þau virðast nú sofa vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að sofa of lítið eða of lengi getur valdið því að líf þitt verður styttra en ella. En það er hægt að vinna gegn þessu með nokkuð einföldum hætti.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu European Journal of Preventive Cardiology.

Í umfjöllun Escardio um málið er haft eftir Dr. Jihui Zhang, höfundi rannsóknarinnar, að rannsóknin hafi leitt í ljós að aukin hreyfing dragi úr dánarlíkunum vegna of mikils eða of lítils svefns.

Hann sagði að nægileg hreyfing og heilbrigður svefn auki væntanlegan líftíma. En hins vegar hefur ekki verið ljóst hvert samspil hreyfingar og svefns er hvað varðar heilsufar.

Hann sagði að helsti gallinn við fyrri rannsóknir á þessu sviði hafi verið að þær byggðust á skráningu fólks á hreyfingu og svefni. Þetta sé hlutlægt mat og geti verið ónákvæmt. Í nýju rannsókninni hafi þátttakendurnir verið með mælitæki sem skráði hreyfingar þess og veitti því betri og hlutlausari upplýsingar um hreyfingu og svefn.

Rúmlega 92.000 manns, á aldrinum 40 til 73 ára, tóku þátt í rannsókninni. Fólkið var með fyrrgreint mælitæki í eina viku á árunum 2013 til 2015.

Stuttur svefn var skilgreindur sem skemmri en 6 klukkustundir, eðlilegur sem 8 klukkustundir og langur sem meira en 8 klukkustundir. Hreyfingu var skipt í þrjá flokka, lítil, meðal og mikil og byggðist flokkunin á ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um hvað telst hæfileg hreyfing, of lítil hreyfing og mikil hreyfing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um