fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Tylenol-morðinginn allur – Talinn hafa myrt sjö manns með blásýru en neitaði alla tíð sök

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 20:00

Lewis neitaði alla tíð sök

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Lewis, sem grunaður var um Tylenol-morðin svokölluðu, lést á sunnudag, 76 ára að aldri. Lewis var úrskurðaður látinn af læknum á heimili hans í Cambridge, Massachusetts í Bandaríkjunum eftir að neyðarlínan svaraði símtali frá einstaklingi um klukkan fjögur að degi til. Samkvæmt upplýsingum bar andlát Lewis ekki til með grunsamlegum hætti.

Lewis sat undir grun um að hafa myrt sjö einstaklinga með blásýru á Chicago-svæðinu árið 1982. Morðið sem kölluð hafa verið Tylenol-morðin vöktu mikið umtal og hneykslun og leiddu til þess að lyfjaumbúðum var breytt til frambúðar. Þrátt fyrir að vera sá eini sem lögreglan hafði grunaðan um morðin var Lewis aldrei ákærður fyrir morðin og málið er enn opið. Hann var hins vegar dæmdur fyrir fjárkúgun í tengslum við morðin.

Lewis með dómsskjöl 5. júní árið 1984

12 ára fangelsi fyrir fjárkúgun

Afplánaði hann 12 ára fangelsi fyrir að senda bréf til Johnson & Johnson, framleiðanda Tylenol, þar sem hann krafðist þess að fyrirtækið legði inn á hann yfir eina milljón dala „til að stöðva morðin.“

Eftir að hann var látinn laus úr fangelsi árið 1995 fluttu Lewis og eiginkona hans til Massachusetts, þar sem þau hafa búið síðan.

Lewis var handtekinn árið 1982 eftir að sjö manns – þar á meðal 12 ára stúlka – á Chicago svæðinu létust á þremur dögum eftir að hafa tekið inn Tylenol pillur sem höfðu verið fylltar af blásýru. Eftir morðin voru pillurnar innkallaðar á landsvísu og lyfjaumbúðum fyrir lausasölulyf var í kjölfarið breytt þannig að þær voru með öryggislokun.

Fórnarlömbin sjö.

Lýsti með ítarlegum hætti hvernig morðinginn hefði borið sig að

Eftir mikla leit að Lewis víðsvegar um Bandaríkin var hann handtekinn í New York, þar sem hann lýsti því með ítarlegum hætti fyrir rannsóknarlögreglumönnum hvernig morðinginn gat sett blásýruna í pillurnar. Árið 1992 greindi hann frá því í viðtali við Associated Press að upplýsingarnar sem hann upp hafi verið hans aðferð til að útskýra hvernig fjöldamorðinginn hefði getað borið sig að við verknaðinn, sem fól í sér nokkuð flókna áætlun.

„Ég var að gera það sama og ég hefði gert fyrir viðskiptavin minn, að búa til lista yfir allar mögulegar aðstæður,“ sagði Lewis. Hann kallaði morðingjann „viðbjóðslegan, kaldrifjaðan morðingja, grimmt skrímsli“ og hélt Lewis fram sakleysi sínu alla tíð hvað morðin varðaði, en viðurkenndi að hafa skrifað fjárkúgunarbréfið. Hann sagðist hafa búið í New York borg þegar dauðsföllin urðu, þó að hann og eiginkona hans hafi búið stutta stund í Chicago snemma á níunda áratugnum.

Ákærður fyrir manndráp, sundurlimun líks, póstsvik, nauðgun og fleiri brot

Tylenol-eitrunin var hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Lewis, sem rannsóknarlögreglumenn lýstu „kameljóns-svikara“ var rannsakaður fyrir morð. Árið 1978, var hann ákærður fyrir að hafa myrt og sundurlimað hinn 72 ára gamla Raymond West, sem hafði ráðið hann sem endurskoðanda, í Kansas City, Missouri. Ákærunni var hins vegar vísað frá vegna þess að hluta sönnunargagna hafði verið aflað með ólögmætum hætti og dánarorsök West var óþekkt.

Lewis var einnig dæmdur fyrir sex ákærur um póstsvik í sömu borg í kreditkortakerfi árið 1981, þar sem hann notaði nafn og upplýsingar fyrrverandi viðskiptavinar síns til að opna 13 kreditkort. Meintir glæpir Lewis héldu síðan áfram og það jafnvel eftir að honum var sleppt úr fangelsi vegna fjárkúgunarákæru.

Árið 2004 var Lewis ásakaður um nauðgun, mannrán og fleiri brot fyrir að hafa ráðist á konu í Cambridge. Hann sat í fangelsi í þrjú ár á meðan hann beið réttarhalda vegna málsins, sem fór síðan aldrei fyrir dómstóla og saksóknarar vísaðu ákærunni frá eftir að fórnarlambið neitaði að bera vitni.

Ástvinir fengu aldrei réttlæti

Fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tylenol-morðanna hafa beðið lengi eftir réttlæti vegna ástvina sinna. Rannsókn málsins var opnuð að nýju árið 2009 og lagði bandaríska alríkilögreglan FBI hald á tölvu og aðra hluti á heimili Lewis í febrúar það ár. Árið eftir afhenti hann FBI DNA-sýni, en svar þó ekki ákærður. 

Helen Jensen, hjúkrunarfræðingur sem var ein þeirra sem fyrstu fórnarlömbin á sjúkrahúsi í Chicago, sagði að hún vonaði að dauði Lewis myndi leiða fjölskyldurnar til einhverrar lokunar – jafnvel þótt það sé ekki sakfelling og fangelsisdómur.

„Dauði hans er niðurstaða í málinu, þó það sé ekki niðurstaðan sem fólk þráði að fá,“ segir Helen Jensen, hjúkrunarfræðingur sem var ein þeirra sem tók á móti fórnarlömbum Tylenol-morðanna á sjúkrahúsi í Chicago. Jensen sem er 86 ára er löngu hætt störfum og segist hún vonast til að dauði Lewis færi ástvinum einhver lok í málinu, þó ekki sé um að ræða sakfellingu og fangelsisdóm. „En dauði hans er endalok og ég er ánægð með að hafa séð upplifað þau áður en ég dey.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður