fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Áhrifavaldur ásakaði hjón um barnsrán – Fékk milljónaáhorf sem endaði með dómi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 22:00

Katie Sorensen ásamt lögmanni hennar Charles Dresow

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katie Sorensen er vinsæl á samfélagsmiðlum vestanhafs, sem svokallaður mömmu-áhrifavaldur (e. mom-influencer). Sorensen sem er þrítug og búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti árið 2020 myndbönd á Instagram þar sem hún ásakaði hjón af suður-amerískum uppruna um að hafa gert tilraun til að ræna ungum börnum hennar fyrir utan handavinnuverslun í Petaluma í Kaliforníu. Myndböndin komust á flug á samfélagsmiðlum, en ekkert var hæft í ásökun Sorensen og var hún ákærð í þremur liðum fyrir að hafa tilkynnt um glæp á fölskum forsendum. 

Dómur í máli hennar féll á fimmtudag í síðustu viku, nær þremur árum eftir atvikið, og hlaut Sorensen 90 daga fangelsisdóm. 

„Sorensen hefur verið látin bera ábyrgð á gjörðum sínum og við teljum niðurstöðu dómara réttláta,“ segir saksóknarinn Rodriquez í yfirlýsingu á vef héraðssaksóknara. „Við vonum að niðurstaðan séu farsæl endalok fyrir hjónin sem voru ranglega sökuð um að hafa ætlað að ræna tveimur ungum börnum.“

Var bannað að nota samfélagsmiðla

Sorensen þarf að sitja af sér minnst 60 daga en getur eftir þann tíma sótt um að sækja vinnu. Fangelsisdómurinn er þó ekki eina refsingin sem hún hlýtur því eftir að henni var sleppt úr gæsluvarðhaldi var hún skipuð í árslangt óformlegt skilorð, sem fólst meðal annars í því að henni var bannað að nota samfélagsmiðla, hún mátti þola leit og haldlagningu muna ef til þess kæmi án dómsúrskurðar og þurfti að sækja námskeið um kynþáttamisrétti, svo aðeins fátt sé talið. 

4,5 milljónir horfðu á myndböndin

Þann 7. desember árið 2020 greindi Sorensen lögreglu frá því að hjónin hefðu gert tilraun til að ræna tveimur ungum börnum hennar fyrir utan handavinnuverslun. Um viku síðar birti hún tvo myndbönd á Instagram-reikningi sínum sem fengu um 4,5 milljón áhorfa. Hún eyddi síðar myndböndunum og reikningi sínum. Yfirvöld hafa greint frá því að upplýsingar hafi komið fram í myndböndunum, sem voru ekki í skýrslu Sorensen hjá lögreglu, ekki hefur þó verið greint frá hvaða upplýsingar það voru. 

Sagði Sorensen í myndböndunum að hún og börn hennar hafi verið elt af karlmanni og konu meðan hún var að versla, og segir hún þau hafa viðhaft athugasemdir um börn hennar áður en hjónin hafi komið að þeim á bílastæði verslunarinnar. Þar segir hún manninn hafa teygt sig inn í kerruna hjá barni hennar, áður en Sorensen hrópaði á hjálp. „Þau litu ekki út fyrir að vera hrein,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali við KVTU eftir atvikið. 

Sorensen var yfirheyrð af lögreglu eftir sjónvarpsviðtalið og bar hún þá kennsl á hjónin af öryggisupptöku verslunarinnar. Hjónin neituðu öllum ásökunum og var kærumáli Sorensen lokað þar sem lögregla taldi ásakanir hennar ekki eiga stoð á sér.

Hjónin stigu fram eftir sjónvarpsviðtalið, Sadie og Eddie Martinez, en þau voru að versla jólaskraut í versluninni. 

Sadie Martinez

Sorensen hefur þegar hafið afplánun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um