fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Úkraínumenn sagðir hafa ætlað að drepa Pútín síðastliðinn sunnudag

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska blaðið Bild fullyrðir að úkraínska leyniþjónustan hafi ætlað að drepa Vladimír Pútín Rússlandsforseta síðastliðinn sunnudag.

Úkraínumenn eru sagðir hafa notað dróna af gerðinni UJ-22, sem var hlaðinn 17 kílóum af öflugu sprengiefni. Ætlunarverkið mistókst þegar dróninn brotlenti nokkrum kílómetrum frá skotmarkinu.

Í frétt Bild, sem Mail Online vitnar meðal annars til, kemur fram að skotmarkið hafi verið Rudnevo-byggingarsvæðið skammt frá Moskvu sem Pútín átti að heimsækja á sunnudag.

Dróninn sem er sagður hafa verið notaður.

Bild vísar meðal annars í upplýsingar frá úkraínska aðgerðarsinnanum Yuriy Romanenko en hann segist hafa náin tengsl inn í úkraínsku leyniþjónustuna.

Romanenko segir að dróninn hafi innihaldið 17 kíló af C4-sprengiefni en brotlent austur af Rudnevo-svæðinu, eða 18 kílómetrum frá skotmarkinu.

Í færslu á Twitter-síðu sinni sagði Romanenko:

„Pútín, við erum að nálgast. Allir sáu fréttirnar um drónann sem var sendur til Mosvku en sprakk ekki. Þessi dróni var sendur á loft af góðri ástæðu,“ sagði hann og rakti upplýsingar sem hann kvaðst hafa um meint banatilræði.

Hann segir að dróninn hafi verið sendur á loft frá austurhluta Úkraínu og komist óséður fram hjá öllum eftirlitskerfum Rússa alla leið til Moskvu.

Í frétt Mail Online kemur fram að Pútín hafi ekki mætt á Rudnevo-svæðið á sunnudag en ástæðan fyrir því liggur ekki fyrir. Úkraínska leyniþjónustan er sögð hafa fengið upplýsingar um að hann myndi mæta á svæðið.

Hvort upplýsingar Bild og Romanenko séu réttar skal ósagt látið en það er þó ljóst að Pútín er meðvitaður um að hættan á banatilræði er sannarlega fyrir hendi. Hann er sagður hafa farið mjög varlega síðustu mánuði og haldið sig að mestu til hlés.

Sergej Sumlenny, úkraínskur öryggissérfræðingur, segir við Bild að árás á þjóðarleiðtoga eins og Vladimír Pútín með UJ-22 dróna sé erfið í framkvæmd, jafnvel ómöguleg.

„En sú staðreynd að dróninn hafi komist alla þessa leið er ákveðinn skellur fyrir rússneska einræðisherrann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad