fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Hversu lengi getum við verið svefnlaus?

Pressan
Sunnudaginn 23. apríl 2023 10:00

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1963 tók Randy Gardner, þá 17 ára, þátt í vísindaverkefni í Kaliforníu.  Hann setti þá heimsmet í að halda sér vakandi. Í 11 daga og 25 mínútur tókst honum að sofa ekki.

Aðrir hafa að sögn slegið þetta met. Til dæmis Robert McDonald sem er sagður hafa vakað í 18 daga og tæplega 22 klukkustundir 1986. En ekki var fylgst eins vel með honum, og öðrum sem segjast hafa slegið metið, af læknum og með Gardner.

En hvaða hættur fylgja því að vaka svona lengi? Hvað gerist hjá fólki sem sefur ekki langtímum saman?

Fjallað var um þetta nýlega á vef Live Science. Þar kemur fram að svefn sé nauðsynlegur fyrir tilfinningalega og líkamlega starfsemi okkar. Ónægur svefn geti aukið líkurnar á ákveðnum heilsufarsvandamálum, þar á meðal sykursýki, hjartasjúkdómum, offitu og þunglyndi.

Sérfræðingar segja að fólk þurfi sex til átta klukkustunda samfelldan svefn á hverjum sólarhring. Samt sem áður er ekki óalgengt að fólk vaki heilu næturnar og stundum allt að sólarhring í einni lotu.

En það getur reynst erfitt að svara hversu lengi fólk getur sleppt því að sofa því það þykir ekki siðferðilega rétt að rannsaka þetta á fólki.

Tilraun, sem var gerð á dýrum 1989, sýndi að þau gátu ekki sleppt svefni nema í 11 til 32 daga áður en svefnleysið varð þeim að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana