fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Svona áttu að sofa til að lengja lífið

Pressan
Sunnudaginn 5. mars 2023 22:00

Þau virðast nú sofa vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hollt að sofa vel og þú þarf helst að sofa í átta klukkustundir á hverri nóttu. Þetta er almenn vitneskja en niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fimm þættir eru afgerandi fyrir góðan nætursvefn.

Þeim mun fleiri þáttum sem þú stendur þig vel í, þeim mun betra fyrir heilsu þína. Þetta sýna niðurstöður rannsóknarinnar sem var gerð af vísindamönnum við Harvard læknaskólann. CNN skýrir frá þessu.

Þeir fimm þættir sem hafa þessi góðu áhrif á heilsuna eru að eiga auðvelt með að sofna, að sofa samfellt, að sofa í samtals sjö til átta klukkustundir, að finnast maður vera úthvíldur þegar maður vaknar og að sofa án þess að nota svefnlyf.

Ef fólk uppfyllir þessa fimm þætti fyrir góðan svefn, þá getur það lengt líf karla um tæplega fimm ár en líf kvenna um tvö og hálft ár.

„Ef fólk er með allar þessar góðu svefnvenjur, eru meiri líkur á að lifa lengur. Ef við getum bætt svefn almennt séð og sérstaklega greint svefntruflanir þá getum við kannski komið í veg fyrir ótímabæran dauða,“ sagði Frank Qian, sem vann að rannsókninni, í samtali við CNN.

172.000 Bandaríkjamenn tóku þátt í rannsókninni sem byggðist á að þátttakendur sendu sjálfir inn upplýsingar. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um