Þeim mun fleiri þáttum sem þú stendur þig vel í, þeim mun betra fyrir heilsu þína. Þetta sýna niðurstöður rannsóknarinnar sem var gerð af vísindamönnum við Harvard læknaskólann. CNN skýrir frá þessu.
Þeir fimm þættir sem hafa þessi góðu áhrif á heilsuna eru að eiga auðvelt með að sofna, að sofa samfellt, að sofa í samtals sjö til átta klukkustundir, að finnast maður vera úthvíldur þegar maður vaknar og að sofa án þess að nota svefnlyf.
Ef fólk uppfyllir þessa fimm þætti fyrir góðan svefn, þá getur það lengt líf karla um tæplega fimm ár en líf kvenna um tvö og hálft ár.
„Ef fólk er með allar þessar góðu svefnvenjur, eru meiri líkur á að lifa lengur. Ef við getum bætt svefn almennt séð og sérstaklega greint svefntruflanir þá getum við kannski komið í veg fyrir ótímabæran dauða,“ sagði Frank Qian, sem vann að rannsókninni, í samtali við CNN.
172.000 Bandaríkjamenn tóku þátt í rannsókninni sem byggðist á að þátttakendur sendu sjálfir inn upplýsingar. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár.