fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Elsta hebreska biblía heimsins á uppboði – Reikna með að milljarðar fáist fyrir hana

Pressan
Sunnudaginn 5. mars 2023 15:00

Codex Sassoon biblían. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 1.000 ára gömul hebresk biblía verður seld á uppboði í vor. Óhætt er að segja að áhugasamir þurfi að draga þykkt seðlaveski upp úr vasanum til að geta eignast hana.

Biblían verður seld hjá Sotheby‘s uppboðshúsinu í maí. Reiknað er með að hún seljist á 30 til 50 milljónir dollara eða sem svarar til 4,3 til 7,2 milljarða íslenskra króna.

Ef verðmatið reynist rétt, verður þetta verðmætasta sögulega skjalið sem nokkru sinni hefur verið selt. Núverandi met var sett 2021 en þá greiddi Ken Griffin, sem hefur hagnast gríðarlega á rekstri vogunarsjóðs, 43,2 milljónir dollara fyrir fyrstu útgáfuna af bandarísku stjórnarskránni.

Hebreska biblían nefnist „Codex Sassoon“ en það er dregið af nafni fyrri eiganda hennar, David Solomon Sassonn, sem átti eitt glæsilegasta safn heims af skjölum og bókum á hebresku og jiddísku.

Nýleg rannsókn á biblíunni sýndi að hún er frá tíundu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður