Biblían verður seld hjá Sotheby‘s uppboðshúsinu í maí. Reiknað er með að hún seljist á 30 til 50 milljónir dollara eða sem svarar til 4,3 til 7,2 milljarða íslenskra króna.
Ef verðmatið reynist rétt, verður þetta verðmætasta sögulega skjalið sem nokkru sinni hefur verið selt. Núverandi met var sett 2021 en þá greiddi Ken Griffin, sem hefur hagnast gríðarlega á rekstri vogunarsjóðs, 43,2 milljónir dollara fyrir fyrstu útgáfuna af bandarísku stjórnarskránni.
Hebreska biblían nefnist „Codex Sassoon“ en það er dregið af nafni fyrri eiganda hennar, David Solomon Sassonn, sem átti eitt glæsilegasta safn heims af skjölum og bókum á hebresku og jiddísku.
Nýleg rannsókn á biblíunni sýndi að hún er frá tíundu öld.