Limurinn fannst í rómverska virkinu Vindoland í Northumberland 1992 og var þá talið að um verkfæri. The Guardian skýrir frá þessu.
Fram kemur að ef þetta hafi ekki verið notað sem kynlífsleiktæki hafi þetta hugsanlega verið hluti af styttu sem fólk snerti í því skyni að öðlast gæfu.
Þegar hluturinn fannst var hann flokkaður sem stoppunál en það virðist hafa verið kolröng flokkun miðað við nýjasta mat fornleifafræðinga.
„Ég verð að játa að hluti af mér telur augljóst að þetta sé limur. Ég veit ekki hver skráði þetta. Kannski var það einhver, sem leið óþægilega yfir þessu eða taldi að Rómverjar hefðu ekki gert svona undarlega hluti,“ er haft eftir Rob Collins, fornleifafræðingi við Newcastle University.
Gripurinn er 16 cm á lengd en var að sögn sérfræðinga líklega lengri hér áður fyrr því viður á það til að skreppa saman og verpast.